Að þekkja nágranna sinn

Ég er ómannglöggur.

Ég hitti oft fólk á förnum vegi sem heilsar mér kumpánlega og lætur sem það þekki mig. Oft hef ég ekki glóru um hver viðkomandi er og læt sem ekkert sé í von um að nafnið rifjist upp þegar líður á samtalið, eða að eitthvað komi fram sem gefi mér vísbendingu. Ég hef talað í klukkutíma við suma án þess að fá nafnið á hreint. Suma hef ég bara hitt í sundi og þekki þá ekki í fötum. Það getur valdið misskilningi að tjá sig um það. Aðra hitti ég bara á hlaupum og þekki þá fyrst og fremst sem sveitta eða óhreina.

Þessi aðferð hefur gefist vel. En á tónleikum Páls Óskars í Hörpu um daginn urðu glaðbeitt hjón á vegi mínum og heilsuðu og ég var utangáttar og þekkti þau ekki.  Til að bæta gráu ofan á svart spurði ég hann að nafni. Hann kynnti sig og kvaðst búa í næsta húsi við mig nálægt Sædýrasafninu.

Þetta er maður sem ég sé í hverri viku, kynntist honum fyrst fyrir 20 árum og er hann svo auðþekktur að það hálfa væri nóg. Fyrir vikið er skömm mín meiri. Ég lít á það sem hluta af meðferð við þessu heilkenni að segja frá.  Á næsta fundi í SÓ mun ég standa upp og kynna mig.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Að þekkja nágranna sinn

  1. Mér stökk bros við að ímynda mér fund í SÓ. Öllum þættu allir hinir vera að koma í fyrsta skipti, er það ekki?

  2. Ég þyrfti stuðningshóp eins og SÓ. Veit nákvæmlega hvernig þér leið, en er búin að vera með mig í meðferð með að játa strax kvillann, sem ég hef kallað andlitsblindu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.