Skítkast og forvarnir

Pressan.is býður ekki upp á athugasemdir við pistla. Það er bæði kostur og galli. Umræða á Netinu verður að vera gagnvirk því annars er lítið í hana varið. Þeir sem loka fyrir athugasemdir, loka um leið á umræðu og fyrir vikið les maður síður slíkra pistlahöfunda. Þeir mega hafa sína útrás fyrir sig.

Margir héldu að sori, fúkyrði og almennt skítkast yrði ekki alls ráðandi í athugasemdakerfi Eyjunnar þegar álitsgjöfum var gert að skrá sig.  Um tíma var umræðan á skikkanlegu plani. Nú blasir flórinn oftast við.

Ég hef stundum íhugað að skrá mig í hóp athugasemdaskrifara á Eyjunni.  Sú freisting er skammvinn, einkum þegar maður les athugasemdir á borð við þær sem fylgja þessari færslu. Samt er tilefnið saklaust dægurmál sem á sér einfalda skýringu. En skítkastið og óþverrinn er eins og fyrir eigandaskiptin. Áfram eys fólk úr sínum hugarflór undir dulnefnum. Ég sé ekki hvað hefur breyst. Þetta er eins og að lesa handrit að símatíma á Útvarpi Sögu.

Ég kynntist því í morgun hvernig fólk ver sig fyrir mögulegu skítkasti og útúrsnúningum.  Ég skil viðkomandi mætavel og tók þátt í forvörnunum.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s