„Skyldulesning fyrir konur“

Skylduáhorf allra kvenna. Myndbandið er vissulega komið til ára sinna, en mikil þörf er á að minna fólk á. Skilaboðin sem dynja á ungum konum frá tískuiðnaðinum eru stöðug. Við hvetjum einnig mæður til að hugsa um hvaða skilaboð þær senda dætrum sínum. “

Þessi magnaði texti er á vefsíðu fyrir drottningar.  Þangað ven ég ekki komur mínar, því ég er ekki drottning og hef takmarkaðan áhuga á tísku, förðun, illa þýddum greinum úr erlendum glanstímaritum um samskipti kynjanna frá sjónarhóli staðalímyndanna og öðru efni, sem konur „eiga“ að hafa áhuga á.

Myndbandið er sagt þörf ábending til kvenna (og vonandi karla líka!) að varast þennan skefjalausa áróður sem dynur á konum um rétt útlit, mataræði, vöxt og allt svoleiðis. Áróður sem er einkum að finna á þessari drottningasíðu og álíka síðum, sem gera lítið úr konum. Orð eins og „tvískinnungur“ og „yfirborðsmennska“ koma upp í hugann.

Á þessari drottningasíðu er efnisflokkurinn Skyldulesning.  Hann er einkum varhugaverður fyrir áhrifagjarnt fólk. Aðrir geta skemmt sér við að hlæja að vitleysunni og steypunni sem þar er ausið gagnrýnilaust úr viskubrunnum pistlahöfunda síðunnar.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “„Skyldulesning fyrir konur“

  1. Hef séð marglinkun í þetta myndband af fésbók en hef ekki enn horft á það. Líklega geri ég það einhvern tíma í dag/kvöld, þökk sé þessari ágætu bloggfærsluauglýsingu 😉 Ég er það ókvenleg að ég skoða aldrei bleikt-púnktur-is, því miður (og nýfemínista heimilisins, Fr. Dietrich til angurs). Mætti lappa upp á kvenleikann og byrja á að skoða „Skylduáhorf allra kvenna“.

  2. Horfði á myndbandið án hljóðs. Vonandi hefur það ekki komið að sök enda á ég engar dætur og get þannig séð ekki talað við dóttur mína áður en fegrunarbransinn nær tökum á henni. Mun þó orða þetta við Fr. Dietrich, sem er að vísu óþarfi því hún hefur ágætis sjálfstraust (and that’s an understatement!) eins og hún er.

    Af hverju er aldrei neitt um/fyrir konur sem þurfa að fitna? Ég hef þurft að leggjast svo lágt að svolgra í mig prótíndrykkjum ætlaða íþróttamönnum (og ég er antisportisti). Af hverju eru ekki kvenlegir flóknir kúrar og flott meiköpp fyrir þær sem eru of horaðar?

  3. Bleikt púnktur is er horror nafna. Blessuð farðu ekki að skoða það. Þær fá borgað per innlit sjáðu til. Ég geri ráð fyrir að það sé verið að ræða um Dove myndbandið fræga. Það finnst mér fínt – og í hróplegri andstöðu við það sem umrædd síða boðar dags daglega (eins og Gísli bendir réttilega á).

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.