Jesús Kristur á Twitter

Þær fregnir bárust frá Vatíkaninu á dögunum að Benedikt páfi hefði fengið snert af nútímanum og skráð sína fyrstu twitterfærslu. Ekki gat hann það hjálpar laust og þurfti tvo preláta honum til aðstoðar. Athygli vakti að í lok færslunnar lofaði hann Jesú Krist og mátti af því skilja að nú yrði sambandið við almættið betra. Eflaust hafa einhverjir í efribyggðum beðið óþreyjufullir eftir beinu netsambandi við Benedikt þótt það breyti litlu um þetta nátttröll í nútímanum.

Síðan hefur Benedikt verið ofvirkur á netinu og setið löngum stundum við skjáinn á kvöldin með oblátur og eitthvað sterkara í kaleik sínum. Um það vitnar eftirfarandi staka:

Sestur við bloggið sitt er
sýpur kaffi og bitter
úr kaleiknum snar
og kommentar þar
sem Kristur er mættur á Twitter.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.