Typpi eða deli?

Aðstoðarritstjóri Time kallaði Barack Obama typpi í beinni: Fær aldrei aftur að koma fram-
Þetta er fyrirsögn á Pressan.is. Frétt um sama efni er í Mogganum, er þar er Obama kallaður deli.

Þetta er enska orðið dick. Pressupenninn er mér meira að skapi því ég hef gert margar tilraunir til beinþýðinga á ferli mínum, en við litla hrifningu prófarkalesara og dagskrárfulltrúa. Þannig hafa móðurserðir, tíkarsonur og önnur skammar-og blótsyrði ekki náð fram að ganga. Enn hefur bein þýðing á fuck ekki birst á prenti eða neti í hrákasmíð vefblaðamanna, en að því kemur.

Annars eru beinar og stirðbusalegar þýðingar einkennandi fyrir helstu vefmiðlana.  Ofnotkun á ákveðnum greini (laus greinir) er áberandi, aldur einstaklinga jafnan tiltekinn og öll framsetningin enskuskotin og illa orðuð. Flest dæmi um þetta eru erlendar fréttir DV, Vísis og Pressunnar. Pistlar á vefritum (t.d. bleikt.is) sem eignaðir eru íslenskum höfundum, eru oftar en ekki þýddir úr glanstímaritum fyrir konur. Lélegt málfar í efni sem vinsælt er hjá ungu fólki mengar málið og smám saman venst fólk vitleysunni, tekur hana upp og notar í daglegu tali.  Ekki þýðir að halda réttu máli að málvilltu fólki.

Þetta er þus yfir morgunkaffinu (sem ég elska að drekka með kettinum).

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Typpi eða deli?

  1. Sjálf hefði ég valið orðið skaufi. Það er bæði alltof sjaldan notað og fallegra en tippi og deli.

    … og ég hef ákaflega gaman að svona þusi. Jafn gaman og að þú elskir að drekka með kettinum.

  2. Tek undir hvert orð. Blaðamennska á Íslandi virðist fara sífellt versnandi og þótt enn séu margir frábærir fjölmiðlamenn í landinu fjölgar þeim sem alls ekki eru þolanlega mælandi á íslenska tungu. Sérstaklega er einmitt ömurlegt að sjá illa unnar þýðingar úr ensku. Hafði líka tekið eftir þessu með kjaftablöð og kjaftasíður – hversu oft er í raun um þýðingar að ræða þegar efnið er skráð á íslenska „höfunda“. Þeim enskuskotnari sem textinn er þeim mun augljósara að efnið er ekki frumskrifað.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s