Að horfa á TRÍÓ er góð skemmtun

Þeir sem býsnuðust yfir Kallakaffi og Marteini í RÚV á sínum tíma, velta eflaust fyrir sér hvort botninum hafi verið náð þegar Tríó-þættirnir birtust á skjánum. Margir virðast líða andlegar og líkamlegar kvalir við að horfa á þá en mér þykja þeir stórskemmtilegir og næstum eins góðir og myndbandið sem nemendur mínir gerðu í 12 ára bekk á VHS, án þess að eiga klippibúnað. Smellnasta lýsingin er frá manni sem sagðist hafa skemmt sér betur í kistulagningu en við að horfa á Tríó.  Ég skemmti mér mest yfir meitluðu handriti, sannfærandi persónusköpun og fagnaði mjög lýsingu leikstjórans á tilurð þáttanna. Sjá nánar hér.  Mosfellingar mega vera stoltir af þeirri mynd sem dregin er upp af bæjarlífinu og einungis vantar grimma hunda til að bíta blaðberana.

Þessi lýsing er álíka vel skrifuð og handrit þáttanna og ég vona að Eiður Svanberg, sá mikli málfarsvörður, komist ekki í hana, því þá fengi hann flog.

4 athugasemdir við “Að horfa á TRÍÓ er góð skemmtun

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.