Óþarfur milliliður?

Ég fer sjaldan í jarðarfarir því fólk mér nákomið er hraust og deyr sjaldan. Yfir kaffinu í erfidrykkjunni er nærtækt að tala um veðrið og síðan ræðuna hjá prestinum.  Ég hef heyrt fólk þusa yfir slæmri líkræðu (að þess mati) í þrjá kaffibolla og tvo diska af bakkelsi. Samt var sú ræða ekkert í líkingu við kirkjuklám séra Baldurs Kristjánssonar. Hann, eins og aðrir prestar, fór fyrst og fremst eftir upplýsingum eftirlifandi ættingja, kryddaði með smá guðsorði eins og vera ber, og útkoman varð þessi. Líkræðan endurspeglar frásagnargáfu ættingjanna og betra að hnýta í þá en prestinn.

Ég tilkynni oft á mannamótum þar sem ræðuhöld eru heimil og æskileg, að ég ætli að halda þrjár ræður. Oftast stend ég ekki við það, enda finnst ræðumönnum aðallega gaman að heyra sjálfa sig tala, og þögn er betri en þarflaus ræða. En ef kirkjuaðferðin væri notuð, yrði skipaður ræðumaður sem flytti allt sem hinir vildu segja. Ímyndum okkur brúðkaupsveislu, stórafmæli, fermingu, þar sem einn og sami maðurinn læsi það sem aðrir settu honum fyrir.  Þetta embætti gæti heitið veisluprestur.

Næst þegar einhver mér nákominn deyr, ætla ég að berjast fyrir milliliðalausum kveðjum frá ættingjum. Milliliðir eru óþarfir. Nema hjá Framsóknarfokknum.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s