40 milljónir …

Það er góð regla að taka allt með fyrirvara sem íslenskir fjölmiðlar segja af afrekum landa okkar á erlendri grund. Framkoma í sjónvarpsþætti, jafnvel hjá svæðisstöð, heitir að slá í gegn eða vekja gífurlega athygli. Stutt umfjöllun í dagblaði er iðulega margfölduð með 10 og fylgi mynd með viðtali er heimsfrægðin á næsta leiti. Bregði Íslendingi fyrir í stórum hópi áheyrenda í viðtalsþætti, vekur hann athygli og er auðvitað góður fulltrúi lands og þjóðar.

Með þessari aðferð er hægt að fara með handrit og þætti að Tríó til Hollywood og segjast ætla að tala við Adam Sandler. Þá styttist í stríðsfréttaletrið.

Íslenskar kvikmyndir í útlöndum eru sérkapítuli. Ef marka má umfjöllun fjölmiðla er það náttúrulega óskiljanlegt af hverju við höfum ekki fyrir löngu slegið í gegn utanlands. Friðrik Þór og félagar eiga auðvitað fyrir löngu að vera orðnir moldríkir og ferðamenn eiga auðvitað að flykkjast hingað í hrifningarvímu. Að vísu gætu heimamyndbönd Hrafns Gunnlaugssonar spillt svolítið fyrir en það eru ekki alltaf jólin.

Fyrir mörgum árum fór ég í kynnisferð með samkennurum mínum til Þýskalands. Við heimsóttum skóla í Cuxhaven, sem er vinabær Hafnarfjarðar og samband bæjanna er eins og á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Fólk dettur aðallega í það. Svona kynnisferðir eru reyndar aðeins merkilegri en vísindaferðir háskólanema sem eru fyrst og fremst til að sníkja frítt áfengi sem er drukkið að hætti íslenskra villimanna. Við vissum mætavel að við myndum gleyma ferðinni fyrir haustið og ekki framkvæma neitt af því sem við kynntumst í þýsku skólakerfi, enda er margt þar ekki eftir hafandi. Ræðum það ekki frekar en hollt er að hafa þetta í huga, næst þegar lesnar eru fréttir um náms-menningar og menntaferðir kennarahópa til útlanda.
Nokkrum dögum áður en lagt var upp, lásum við í Mogganum að nú ætti að sýnaInguló í grænum sjó á þýskri sjónvarpsstöð og áætlaður áhorfendafjöldi var um 40 milljónir. Umfjöllunin var öll með heimsfrægðartóni og blaðamaðurinn greinilega með stjörnur í augum. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að slást í hóp þýsku þjóðarinnar þar sem hún horfði í heild sinni á íslenska meistaraverkið. Þegar stóra kvöldið rann upp, höfðum við komið okkur vel fyrir á hótelinu. Klukkan var um hálfellefu. Margt var í boði á stöðvunum, þýskir skemmtiþættir(merkilegt fyrirbæri) kvikmyndir, grín og afþreying. Við fundum Inguló eftir langa leit á Kanal 9. Þar var hún með óvönduðum þýskum, tröllstórum skjátextum, frekar stopulum og illa þýddum. Miðað við efnið á hinum rásunum hafa varla aðrir en við og nokkrir þýðverskir nördar horft á þetta. 40 milljónir áhorfenda höfðu vissulega aðgang að þessari rás en líka að öllum hinum fimmtíu.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “40 milljónir …

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s