Beckham valdi íslenskt nafn á dótturina

Samkvæmt bestu fáanlegu heimildum munu David og Viktoría hafa komið sér upp miklum áhuga á íslenskum kvikmyndum síðasta mánuð meðgöngunnar, enda þekkt fyrir áhuga sinn á menningu og listum. Þegar kom að því að velja nafnið á dótturina höfðu þau horft á myndina „Með allt á hreinu“ mörgum sinnum og hlegið dátt að græskulausu gríni íslensku snillinganna. Einkum varð aðalpersónan Viktoríu hugleikin en það er auðvitað Harpa Sjöfn Hermundardóttir.

Með aðstoð Google Translate þýddu þau nafnið á enska tungu og sniðu það að sínum alþýðuhreimi. Harpa Sjö varð því Harper Seven. 

Málfræðingar og aðrir glöggskyggnir sjá að þarna vantar tvo stafi í nafnið. Þeir sem hlustað hafa á Beckham í viðtölum vita að hann getur ekki sagt FN saman í orði og verða þessir stafir alltaf hljóðlausir. Því varð þetta niðurstaðan.

Að sjálfsögðu var þeim bætt í hóp Íslandsvina á skyndifundi stjórnar Íslandsvinasamtakanna.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Beckham valdi íslenskt nafn á dótturina

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s