Jesús flutti ekki til Noregs

Þjóðkirkjan þarf á góðri ímynd að halda í hugum fólks.  Sú viðleitni beið mikinn hnekki í morgun þegar viðtalið við séra Arnald Bárðason birtist í Fréttablaðinu. Hann flutti til Noregs og líkar prestsstarfið þar vel, enda kaupið gott og vandamálin fá, bílalánið hagstæðara og smjör drýpur af hverju strái.

Séra Arnaldi leið illa á Íslandi. „Félagsleg vandamál fólks voru orðin svo mikil. Það var erfitt að taka á móti fólki á skrifstofunni og heyra sorgarsögur þeirra sem voru að missa vinnuna sína og húsin sín og áttu ekki fyrir mat.“

Prestar gera mikið úr starfi sínu með þeim sem eiga bágt og líður illa. Samkvæmt vitnisburði séra Arnalds þurfa þeir sjálfir að hafa það gott til að geta sinnt þessu hlutverki en helst vera lausir við öll vandamál í sókn sinni. Annars líður þeim illa og þess vegna fara þeir til Noregs í velmegunina.

Jesús, meint fyrirmynd prestanna, hitti marga bágstadda á lífsleiðinni, líknaði þeim á marga lund (að sögn) og grét með þeim sem leið illa. En hann flutti ekki til Noregs.

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Jesús flutti ekki til Noregs

  1. Arnaldur er ekki Jesús. Þá mundi hann bara bregða sé á asnann. Viskum svo vona að það bresti ekki á með neinu hamingjuleysi í Noregi svo hann þurfi að flýja eitthvað annað. Á bíl eða asna.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.