Þjóðkirkjuboltinn

Ég varð snemma afhuga fornaldarfyrirbærinu sem kallar sig þjóðkirkju, sagði mig loks formlega úr henni og hef síðan verið blessunarlega laus við áhuga á hennar málefnum. Um svipað leyti missti ég gersamlega áhuga á íslenskri knattspyrnu og knattspyrnumönnum. Þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að eiga fastan sess í fréttatímum og fjölmiðlum.

Ég loka því eyrunum fyrir síbyljufréttum af frægasta Bekkham landsins og félagaskiptum hans, meintum og ómeintum. Á vetri komanda bætast við reglulegar fréttir af grísku knattspyrnunni, stöðu í deildinni þar, úrslitum leikja og bekkjarsetu okkar manns. Mér er kengsama.

Mér er líka sama um eilífar fréttir af gangi mála innan kirkjunna, hvort biskupinn eigi að segja af sér, um hvað fólk rífst eða þrætir, skiptingu prestlinga í svartstakka, kvenpresta, biskupsmenn, biskupsandstæðinga, hlutlausa og svo framvegis. Þótt á yfirborðinu séu væringar og deilur vilja allir halda stöðu kirkjunnar óbreyttri, halda sinni úrvalsdeild meðal trúfélaga og vera á toppnum því þaðan er styst leið upp til gvuðs og félaga.

Knattspyrna og kirkjumál eiga það sameiginlegt að fulltrúar beggja greina telja að fréttir af þeim eigi brýnt erindi við alþýðu manna. Til hagræðis legg ég til að þjóðkirkjufréttir verði færðar til íþróttadeilda fjölmiðlanna. Þar eiga þær heima.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Þjóðkirkjuboltinn

  1. Þetta tvennt sameinast í fréttaklausu í Fréttablaðinu í dag. Ásmundur Einar fær að fljóta með. Líklega er hann í sömu deild.

  2. Hvað með kattarfréttir? Þú hefur væntanlega verið ánægður með þann sess sem kettir fengu á forsíðu Morgunblaðsins. Var fréttin stærri en af íslenska Beckham.

  3. Varaðu þig Valnastakkur.
    Þú verður að gá að því Gísli minn að íþróttadeild RUV ræður yfir svonefndri fréttadeild. Veit ekki með dagskrárdeildina. Það gæti samt vel verið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s