Bílastæði við Old Trafford

Stóra knattspyrnuáhorfendasektamálið hefur verið til umræðu hér og á fésbókinni og eru menn á öndverðum meiði, eins og vænta mátti. Fylgjendur bílastæða vilja fjölga þeim við íþróttavelli, með þeim rökum að þar sem Reykjavíkurborg úthluti svæði fyrir íþróttir, skuli borgin líka skaffa bílastæði í samræmi við það.  Á Víkingsvöllinn í fyrrakvöld komu 1500 manns og sennilega hafa 1000 komið þangað akandi.  Það þýðir 1000 bílar, því hér er ekki til siðs að vera samferða.  Allir vilja þeir fá stæði sem næst leikvanginum til að spara sér spor og þetta eiga að vera ókeypis stæði. Þar eru aðeins 80 stæði og vilja menn gjarna fá fleiri.

Athugasemd frá HHS við síðustu færslu er fróðlegt framlag í þessa umræðu. Tilvitnun:

„Það er auðvitað til lausn á þessu sem var fundin upp fyrir löngu síðan hjá siðuðum þjóðum en Íslendingar eru tregir til að taka upp. Lausnin felst í því að rukka fyrir góð bílastæði og bara helst öll bílastæði enda eru þau ekki ókeypis. Fyrir þá sem finnst þetta alveg ægilega ósanngjarnt þá geta þeir skoðað bílastæðin við íþróttavelli í Evrópu. Við erum venjulega að tala um nokkur bílastæði fyrir hverja þúsund áhorfendur þannig að 60 bílastæði við Víkina er yfirdrifið, 20-30 væri nóg. ….Þeir sem eiga bílastæði nálægt svona íþróttavöllum bjóða gestum upp á að leggja í þau og þá kostar það 5-50 Evrur eftir því hversu nálægt þau eru.“……..

80 stæði eru við Víkingsvöllinn en ættu að vera snöggtum fleiri skv. talsmönnum félagsins. Nú má spyrja sig: Hversu mörg bílastæði eru við Old Trafford í Manchester og í hve mörg þeirra er ókeypis að leggja? Hver er reynsla hundruða Íslendinga sem hafa sótt borgina heim og farið á völlinn? Hvar leggja þeir bílaleigubílnum sínum?

Til hægðarauka er hér mynd af leikvanginum.  Sambærilegar myndir má finna af fleiri völlum og er þá tilvalið að telja bílastæðin.

Auglýsingar

7 athugasemdir við “Bílastæði við Old Trafford

 1. Sæll Gísli
  Bara til upplýsingar þá eru almenningssamgöngur af aðeins öðrum kalíber í Manchesterborg en hér á StórHafnarfjarðarsvæðinu. Það þekki ég af eigin raun.

  • Það er magnað að maður sé fljótari að skokka alla þessa leið en taka strætó.

   Inni í ferðatímanum með strætó er næstum hálftíma bið við Landsspítalann (Leið 3 sem átti að ganga á 10 mínútna fresti þegar leiðakerfið var hannað).

   Hafnfirðingar þurfa semsagt að taka frá fjóra og hálfan til fimm tíma ef þeir fara með strætó til Reykjavíkur að horfa á fótbolta. Tvo og hálfan í ferðir, tvo í leikinn og hálftíma í bið eftir strætó ef illa stendur á ferðum eftir leik.

   • Ef ég tæki strætó á Víkingsvöllinn, færi ég úr við Grensás og gengi úteftir. Það sem vantar í dæmið hjá þér, Grímur, er að gera ráð fyrir að fólk noti fæturna. Strætó getur aldrei orðið eins og hinn heittelskaði einkabíll, sem helst á að vera hægt að leggja inni í anddyri.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.