Baráttan á fésbókinni

Mér fannst það vel til fundið á fésbókinni á sínum tíma þegar konur upplýstu hvar þær leggðu ráptuðrur sínar frá sér. Það daðraði við tvíræðnina og vakti athygli í nokkrar vikur en þá kom í ljós að þetta var helgað baráttu gegn brjóstakrabbameini.  Það þótti mörgum skrítið og leituðu ákaflega að tengslum milli ráptuðra og krabbameins en án árangurs. Enda var þetta bara góður brandari og þótt áhrifin séu ekki mælanleg, þá skiptir það ekki öllu.

Verra tókst til í mottumarsmánuðinum þar sem skeggsöfnun á efri vör var tengd krabbameini í eistum.  Annar góður brandari en í þetta sinn var safnað peningum til að leggja í rannsóknir á þessu meini en þótt tugir milljóna hefðu safnast, fóru þær allar í „kostnað“. Ekki til rannsókna.  Ég er nokkuð viss um að ekki þýðir að safna peningum í mars nk. út á hormottubrandarann, því fólk lætur ekki hafa sig að algerum fíflum. Nema áhrifagjarnt fólk. Það er stór hópur.

Núna tók ég eftir því að örfáar konur á fésbókinni höfðu rekist á nokkurra ára gamlan brandara og birtu skónúmer sín ásamt svigamerki, sem á annað hvort að tákna skóhælinn eða skeifu á munni. Þetta hlýtur að eiga að tengjast baráttu gegn einhverju krabbameini, því eins og lýðum er ljóst, er skóstærð nátengd krabbameini.

Undanfarna daga hef ég tekið þátt í herferðum á fésbókinni með birtingu talna. Ég hef barist gegn blöðrubólgu, útlitsfordómum, þyngdarfordómum, bágri stöðu húsdýra, hreyfingarleysi og hægðatregðu.  Ég finn strax mikinn mun og tel einboðið að halda talnabirtingu áfram og mæla síðan áhrifin af baráttunni þegar fer að hausta.

Eitt að lokum: 42

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s