Að berast með straumnum

-Umferðin er þung út út bænum og gengur hægt- Fréttir af útihátíðum og samkomum -Fréttir af umferð hist og her um landið -Bein útsending frá einhverri krummaskuð þar sem stuðið er og góða veðrið líka -Umferðarfréttir-Umferðin er þung í bæinn og gengur hægt.

Þetta er dagskrá fjölmiðlanna næstu þrjá daga. Eftir skefjalausan fréttaflutning, auglýsingar og hvatningar um að fara að heiman þessa helgi, vera annars staðar, helst í tjaldi, á útihátíð, samkomu, í góða veðrinu, fjörinu og öllu því sem bylur á manni, því ekkert er betra í þessari tilveru en að berast með straumnum, ætla ég að vera heima. Ef ég fer eitthvert, læt ég ekki auglýsingar og hópþrýsting stjórna því.

Ég ætla að gæta þess að hlusta ekki á útvarpið. Dagskráin er alls staðar eins. Fyrir hverja? Þá sem heima sitja og þurfa nauðsynlega að fá fréttir af umferðarþunga á Snæfellsnesi eða Norðurlandi.  Líður mér betur í rigningu á Akureyri (þar sem góða veðrið er víst allt sumarið) ef ég heyri viðtal tekið í sólskini á Stokkseyri? Ef markmiðinu mikla er náð og allir eru einhvers staðar að skemmta sér, er ekki nóg að leika almennilega tónlist oghalda úti skikkanlegri dagskrá í staðinn fyrir verslunarmannahelgarumferðarveðurogfærðarogútiskemmtanafréttatuðið út í eitt?

Að berast með straumnum er ekki góð skemmtun. Það er eins og að birta fjöldastatus á fésbók.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Að berast með straumnum

  1. Já þetta er mjög brenglað fréttamat , að halda að við sem heima sitjum viljum EINGÖNGU fá fréttir af útihátíðum og umferð og tengdum fréttum. Fer að verða spurning hvort skylduáskrift að RÚV eigi orðið rétt á sér , ef maður nýtir sér ekki fréttir eða b myndir Rúv.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s