Serða eða brynna folanum

Sjónvarpsþýðendur eiga misgóða daga við skjáinn.  Eftir tíu þætti af sápuóperu þar sem fólk er sífellt að sofa hjá, án þess að sofa mikið, fá þýðendur nóg af veigrunarorðunum og tepruskapnum og vilja tala beint úr pokanum.  En samkvæmt málkennd þeirra sem lesa skjátexta með athygli, er það ekki vel séð að „fá á snípinn“ en minna tiltökumál er að „fá á broddinn“. „Að serða“ þykir gróft og ruddalegt (klám) og eftir situr að fólk er sagt „sofa saman“ þótt atferlið á skjánum líkist einkum fjölbragðaglímu í fötum.

Auðvitað er það rétt að þýðendur eiga ekki að fá útrás fyrir sérvisku sína á skjánum og nógu oft hef ég rambað á barmi sakramentisins.  En vilji menn skemmta sér með aðstoð bókmenntanna, þá er gott að glugga í Bósa sögu og Herrauðs.

Hér er gott dæmi:  Það er tekið af vefsíðunni Flick My Life. Gaman væri að vita úr hvaða kvikmynd þetta er.

 

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.