Letingjar fara í Gleðigöngu

„Í dag skein sól á sundin blá“ og alla á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, veður til að viðra sig á sumarfötum og á þessum nótum mættu um 100 þúsund manns í miðbæ Reykjavíkur til að fylgjast með Gleðigöngu, horfa á skemmtidagskrá, sýna sig og sjá aðra. Allir fóru glaðir og hýrir heim.

Nema þetta fólk, sem kom málstað sínum á framfæri í kvöldfréttum RÚV.

Fjölmargir lögðu ólöglega

Fjölmargir voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega í miðbæ Reykjavíkur í dag. Víða mátti sjá bíla upp á grasi við göngustíga t.d. meðfram Hörpu. Sigríður Sigurjónsdóttir var búin að aka um allan miðbæinn með fjölskyldu sinni í leit að stæði og lagði bílnum á grasi milli Skúlagötu og Sæbrautar þar sem fleiri bílum hafði verið lagt.Henni brá í brún þegar hún kom að bílnum eftir Gleðigönguna og tónleikana á Arnarhóli.Hún gagnrýnir það að ekki sé litið til hliðar þegar Reykjavíkurborg ráði greinilega ekki við að taka á móti öllum þeim fjölda sem lögðu leið sína á Hinsegin daga í dag.“
Þegar vitað er að 100 þúsund manns (varlega áætlað) ætla að safnast saman í miðbænum, er það ekkert annað en hámark heimskunnar og heimtufrekjunnar að telja sjálfsagt mál að geta lagt við hliðina á Arnarhóli til að þurfa að hreyfa sig sem minnst. Ég hef áður skrifað um knattspyrnuáhorfendur sem vilja helst geta lagt við anddyri vallarstúkunnar og verða heitvondir ef þeir fá sekt fyrir að leggja uppi á grasi og gangstéttum.  Þessari konu er ekki vorkunn frekar en hinum sem gátu ekki hugsað sér annað en að troða bílnum sínum einhvers staðar í miðbæinn. En hún og fleiri var í hlekkjum hugarfarsins og datt fátt annað í hug en að nöldra og hringja í fjölmiðla.

Ég var í hópi margra sem lögðu á Vatnsmýrarsvæðinu og gekk þennan rúma kílómetra að Lækjargötu.  Ég hef fulla samúð með fötluðum, sem geta ekki hreyft sig, en vorkenni ekki þokkalega frísku fólki að rölta smá spöl, einkum þegar þema dagsins var „ganga“. Hitt er annað mál að fötlun hugarfarsins er læknanleg, rétt eins og letin og heimtufrekjan og er þetta fólk hvatt eindregið til að taka til í sínum hugarranni.

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Letingjar fara í Gleðigöngu

  1. Jú, strætó var úti um allar þorpagrundir og bílastæði laus víða, nema í miðbænum. Mér finnst líka merkilegt að RÚV skuli hleypa svona vitleysu í fréttirnar, án nokkurrar gagnrýni eða skoðunar. Það hefur t.d. þau áhrif að tala upp þessa steypu.

  2. Við þetta má bæta að stutt könnun leiddi í ljós að mun fleiri gengu niður í miðbæ en halda mætti, enda veður til göngu, íbúar Vesturbæjar, Norðurmýrar og Laugardals. Bílastæðin úti við Háskóla og Norræna húsið taka lengi við á svona degi. Þau voru ekki fullnýtt.

  3. Ég þekki fólk sem hefur stært sig af dugnaði sínum að labba um stórborgir í Evrópu dögum saman og notið þess. Þetta sama fólk hefur í mín eyru nöldrað út af því að geta ekki ekið niður Laugaveg á sumrin.

  4. Við lögðum í Vatnsmýrinni, steinsnar frá upphafsstað göngunnar, þar var nóg af stæðum. Svo frétti ég hjá kunningjakonu minni að bílastæðahúsin við Hörpu og Vitatorg hefðu verið illa nýtt. Gangfælni margra er með ólíkindum (jafnvel þótt þeir séu að fara í göngu) en það er ekkert nýtt. Það sem mér finnst athugavert er að Rúv skuli sí og æ gera þetta kvart og kvein að fréttamat.

  5. Ég tók einmitt eftir því að byrjað var að leggja ólöglega í Vatnsmýrinni fyrir hálftvö. Ég ók áfram og upp að Tanngarði, þar sem nóg var af lausum stæðum. Að vísu var ég alls ekki viss í fyrstu, hvort ég mætti aka þangað, þar sem gangandi vegfarendur voru þarna út um allt og lögregluvörður rétt við innkeyrsluna á bílastæðið. Það var þó mjög einfalt að fá úr þessu skorið, með því að renna niður bílrúðunni og spyrja einn af fjölmörgum öryggisvörðum gleðigöngunnar. Þetta er hreinlega með ólíkindum og ég er mjög ánægð með að lögregla geri ekki mun á lötum fótboltabullunum og lötum gleðipinnunum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s