Flateyjarstóllinn

Einn merkasti munurinn sem varð á vegi okkar á ferð um Vesturland er Flateyjarstóllinn. Hann er kominn til ára sinna eins og sjá má og hefur marga rassa hýst á langri ævi en stendur enn stoltur úti á túni og býður gestum og gangandi faðm sinn.  Stóllinn er með svonefndu Svefneyjarlagi, sem upphaflega var þróað fyrir árabáta en var síðan algengt á húsgögnum Breiðfirðinga.  Áklæðið er handofið úr ullarbandi. Á því eru mörg lífsýni.

Flateyjarstóllinn er skammt frá fjöruborðinu á austanverðri eynni. Aðgangur er ókeypis.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Flateyjarstóllinn

  1. Á leið minni suður yfir heiðar í gær sá ég ágætan rónabekk sem stendur á malarkambi við Norðurá nokkru sunnan við Hreðavatn. Ætli sé átak í gangi?

    • Er ekki alltaf verið að hvetja fólk til að leggja sig ef það finnur til syfju við akstur? Það skýrir kannski bekkinn. Flateyjarstóllinn sýnist mér hins vegar snúa í ranga átt. Er ekki meiningin að maður sitji í honum og mæni út á hafið?

      • Reyndar var bekkurinn hinu megin árinnar svo væntanlega hressast lúnir bílstjórar við það eitt að vaða að honum. En þeir geta þá lagst á bekkinn og látið sólina þerra tærnar áður en þeir vaða til baka…

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.