Á flandri á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu

Í íslenskri þáttagerð RÚV í sumar bera tveir þættir af. Þeir eru gerðir fyrir malbiksbúa, sem finnst sniðugt að bregða sér út á land, hitta gestrisna og „sérkennilega“ dreifbýlinga, sem svínvirka alltaf á skjánum, síðan Gíslí á Uppsölum var uppgötvaður og Ómar gerði Stiklurnar. Þetta eru auðvitað Landinn og Andri á flandri. Í báðum er það ríkjandi yfirlætisviðhorf að landsbyggðin sé til heimsókna og afþreyinga. Svo fer maður aftur í bæinn.

Dreifbýlingar ýta undir þetta heimsóknaviðhorf með eilífum bæjahátíðum, sem hafa komið í stað sveitaballanna. Þar er drukkið álíka mikið og á böllunum forðum daga, bara á lengri tíma. Lengst hafa Dalvíkingar gengið en þeir gefa öllum ókeypis að jeta, sem mæta. Það svínvirkar á rútudagsfólkið sem er alveg til í að eyða 20 þúsund krónum í bensín og 30 þúsund í annan kostnað til að fá fría fiskisúpu.

Mér finnst tímabært að snúa þessu við. Gísli Einarsson ætti að safna í nokkra þætti í Reykjavík á sömu forsendum og myndskeiðin í Landanum eru gerð. Andri Freyr og hundurinn Tómas fá 25 mínútur til að afgreiða það merkasta (að þeirra mati) á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu. (Til skýringar skal þess getið að þeir félagar afgreiddu allan Vestfjarðakjálkann á rúmum 20 mínútum.)

Auðvitað stríðir þetta gegn viðurkenndum formúlum fjölmiðlanna fyrir dreifbýli og þéttbýli en formúlur eru leiðinlegar til lengdar. Þess vegna er ég hættur að horfa á Landann. Andri er hættur að vera fyndinn. En Tómas er góður. Hann ætti að fá þáttaröð þar sem hann fer hringinn og mígur utan í kennileiti.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s