Hvalfjarðarstóllinn

image

Að þessu sinni er viðkomustaðurinn í Hvalfjarðarbotni þar sem margan dýrgripinn er að finna, einkum muni sem höfða til laghentra og bjartsýnna. Hér gefur að líta vel varðveitt eintak af hinum þekkta Hvalfjarðarstól, en svo nefndust stólar sem vinsælir voru á betri bæjum þar í sveit eftir 1950 og leikur grunur á að Sölunefnd varnarliðseigna hafi haft milligöngu um sölu og dreifingu.

Hvalfjarðarstóllinn er djúpur og þægilegur, eins og faðmur ástríks foreldris og verða fullorðnir sem barn í anda þegar þegar þeir planta austurenda sínum á brúnan setflötinn og sökkva í hlýjuna sem stafar af stólnum. Í svona stól má gleyma allri heimsins mæðu og áhyggjum, lygna augum og horfa glaseygur út í tómið.

Gott pláss er á örmum stólsins fyrir kaffibolla, vínglas eða meðalfeitan heimiliskött, einkum gulbröndóttan, sem passar vel við litina. Lipur sitjandi kemur einnig fyrir samlokudisk, kexpakka og fjarstýringu á arminum en varast skal að jeta rúsínur og smágóðgæti í stólnum því það fer á milli laga og eru dæmi um mjög kviðfulla hægindastóla með sjálfstæðu innra lífríki.

Þetta er fagur stóll og sómar sér vel á stöndugu heimili. Ekki missir sá sem fyrstur fær.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.