Vitjunartíminn

Fyrir fleiri árum en ég hirði um að muna, stóð ég í þvögunni á Arnarhóli og beið eftir flugeldasýningunni. Hljómsveitir á sviði sáu um að stytta fólki stundir.  Þá, líkt og nú, var Bubbi Morthens lokaatriðið og fékk góðar undirtektir. Hann var klappaður upp og allir voru kátir. Þegar gleðin er fölskvalaus þarf ekki að skipa fólki að fagna skemmtiatriði. Stuð er sjálfsprottið fyrirbæri.

Í ár var Bubbi í sama hlutverki, en á fullu í endurvinnslu.  Skemmtanagildið var fyrir vikið afar takmarkað. Of oft jeyaði hann út í mannhafið og einhverjir tóku undir. Svo kláraði hann og þakkaði fyrir sig. Einhverjir fremst við sviðið vildu meira en það fjaraði strax út og fólk leit í átt að glerhöllinni í von um ljósadýrð. Þarna var komið nóg. Allir biðu eftir meintum hápunkti menningarnætur.

Þá kom Ólafur Páll útvarpsmaður á sviðið, greinilega ekki sáttur við dræmar undirtektir. Hann bað fólk um að klappa fyrir Bubba og það gegndi. Síðan byrjaði hann upp á sitt einsdæmi að klappa Bubba upp, hirti varla að kanna undirtektirnar og aftur fékk mannfjöldinn og þeir sem heima sátu að hlusta á þúsund þorska í annað sinn. Þetta var stuðdrepandi uppátæki og vandræðalegt.

Tónlist er auðvitað smekksatriði. Mér fannst röðin á Arnarhóli öfug. Byrjað var á bestu atriðunum. Jón Jónsson var góður og Mugison þurfti enga aðstoð ÓP til að ná til fólksins.

Hljómsveit dagsins að mínu mati var Varsjárbandalagið.  Við stórfjölskyldan skemmtum okkur vel í Hörpunni við fjörlega og fjölbreytta tóna og þar þurfti ekki að panta klappið.  Þessi fjörlega sveit á erindi á Arnarhól að ári og þá verður stuðið sjálfsprottið.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Vitjunartíminn

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s