Meistaraflokkur karla lagður niður!

Ákvörðun forsvarsmanna Stjörnunnar í Garðabæ að senda ekki sigursælasta flokk félagsins til keppni í vetur, vekur óneitanlega mikla athygli. Stjörnumenn fá prik fyrir dugnað við röksemdafærslu fyrir þessari ákvörðun en samt er einhver holur tónn í þessu. Undirliggjandi tilgangur er að ýta við bæjarstjórninni til að fá fjárveitingu, jafnvel einhverjum ríkum Garðbæingum, því enn er svigrúm til að hætta við að hætta. Það er dýrt að reka íþróttafélag og samkvæmt vitnisburði Garðbæinga, þurfti að borga með hverjum leik í meistaraflokki kvenna. Í fréttina vantaði hvernig leikir í meistaraflokki karla kæmu út fjárhagslega. Það er ekki slegist um sætin á handboltaleikjum.

Íþróttasagan þekkir mörg dæmi um niðurskurð á kvennaflokkum og kvennaliðum í handbolta og knattspyrnu. Kvennalandsliðið í knattspyrnu var ekki til í sex ár. Ég man ekki eftir miklum mótmælum við svona ráðstöfunum og enginn stökk til með opið veski til að bjarga.

Rétta ráðstöfunin í Garðabæ hefði verið að skera niður meistaraflokk karla á þessum forsendum en halda flaggskipi félagsins, sem er kvennaliðið, áfram inni í Íslandsmótinu. Þá hefði orðið uppi fótur og fit og þá hefðu fundist peningar fyrir hádegi.

Í boltaíþróttum er enn sú hugsun við lýði að karlaliðin séu miklu merkilegri en kvennaliðin, þótt árangur kvennanna sé oft miklu betri en karlanna. Þar nægir að líta á hið „sigursæla“ karlalandslið Íslands og „frábært“ gengi þeirra undanfarin ár. Því miður er ekki komið jafnrétti í sumum íþróttagreinum.

5 athugasemdir við “Meistaraflokkur karla lagður niður!

 1. Sæll Gísli,

  sem ötull lesandi Málbeinsins kemur mér ekki á óvart að þú skulir tjá þig um kvennaflokk Stjörnunnar. Þú hefur enda oftar en ekki tekið upp hanska kvenna í gegnum tíðina.

  Þú spyrð hvers vegna meistaraflokkur karla hafi ekki einfaldlega verið lagður niður í stað kvenna, það hefði verið það rétta. Ég las fréttatilkynningu Stjörnunnar og taldi þig vel lesfærann einnig. Þar segir:

  Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur þar ekki verið undanskilin og deildinni reynst afar erfitt að afla þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru í slíkum rekstri, sem og stuðnings við það starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar til að viðhalda afreksstarfi. Kvennalið Stjörnunnar varð einfaldlega undir í þeim slag, þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinna ára.

  Er ekki nokkuð ljóst af lestrinum að vel hafi gengið að afla körlunum stuðnings og fjár, en konunum verr? Vart verður Stjörnunni um kennt, og varla yrðu auglýsendur og stuðningsmenn karlaliðsins sáttir við að það yrði lagt niður og féð lagt til kvennaliðsins.

  En sem ötull miðaldra nöldrari hefur þú eflaust alltaf rétt fyrir þér. Líkt og þeir allir.

  Með athugaeimd minni er ég ekki í neinu að gagnrýna vefsvæði þitt, venjubundið tuð eða annað. Vildi bara skjóta inn í umræðuna nokkrum orðum.

  • Sæll, Karl og fyrirgefðu að athugasemd þín lenti í síunni. Þetta er gott innlegg í umræðuna.

   Ég skildi ágætlega málflutning og röksemdir Stjörnumanna, enda gekk mér ekki annað til með tillögunni um að leggja niður meistaraflokk karla, en að vekja athygli á hvað myndi gerast ef svo yrði. Þar sem það er óvenjulegt/óþekkt að byrja á að skera niður karlaflokk, hefði það meira áróður og athyglisvægi.

   Reyndar hef ég ekki alltaf rétt fyrir mér. En ég reyni það. 😉

 2. Þetta er gott Gísli, það þarf ekkert að vera miðaldra nöldrari til að hafa rétt fyrir sér í þessu.

  Þessi sirkus sýnir bara hvað sumar íþróttadeildir eru komnar í ótrúlegt rugl. Fyrir það fyrsta var kvennaliðið aldrei dregið út úr keppninni, engin slík tilkynning barst til HSÍ. Hinsvegar voru forsvarsmenn deildarinnar fúlir yfir því að opinberir og einka aðilar skyldu ekki vilja láta þá fá meiri pening og töldu þetta réttu leiðina til þess að fá meiri pening. Einnig fór það í taugarnar á þeim að ÍBV skyldi bjóða einum leikmanni þeirra góð kjör fyrir að gæta marksins í Eyjum í vetur. Ég gat ekki betur heyrt í morgun á Rás2 að einhver stjörnugosinn teldi að ÍBV hefði hreinlega stolið þessum leikmanni. Ekkert slíkt hefur reyndar verið tilkynnt til lögreglunnar endar eru ekki nema 5 ár síðan ÍBV taldi einmitt að Stjarnan hefði stolið af þeim þessum sama leikmanni. ÍBV stal honum þar áður frá Rúmeniu – sjá hér http://www.sport.is/handbolti/2006/04/07/stjarnan-yfirlysing-vegna-greinar-i-eyjarfrettum-og-vidtals-vid-hlyn-sigmarsson/

  Sá sem var í viðtalinu í morgun taldi að það væri ekki hægt að skapa nógu góða umgjörð fyrir stelpurnar og íþróttina fyrir það fé sem deildin hefði. Við nánari skoðun kom í ljós að Stjarnan fær nærri 200 milljónir á ári frá Garðabæ sem ætti nú að duga fyrir utan alla aðra fjárstyrki – sjá hér
  http://www.sport.is/ithrottir/2011/08/26/yfirlysing-gardabaejar-vegna-fjarveitinga-til-stjornunnar/
  Það sem hann átti semsagt við er að deildin hafði ekki náð að betla nógu mikið fé til að borga leikmönnum nægilega mikið til að tryggja að þeir færu ekki í önnur félög.

  Ég man bara þegar ég æfði handbolta í yngri flokkum. Þá borgaði maður (foreldrarnir) gjald sem fór í það að borga þjálfaranum laun. Bærinn skaffaði aðstöðuna. Keppnisferðir þurfti að borga sjálfur. Þeir sem höfðu áhuga á að æfa handbolta mættu á æfingarnar, hinir ekki. Einfalt mál og svona er þetta held ég ennþá hjá öllum félögum í yngri flokkum. Þegar kemur að meistaraflokki þá byrjar fyrst brenglunin. Nenni ekki að skrifa meira um það en afleiðingarnar eru öllum ljósar.

 3. Bakvísun: Stelpurnar mæta ekki? « Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.