Er óhollt og hættulegt að hlaupa?

Í kvöldfréttum mánudags á RÚV, sáu áhorfendur Sigríði Hagalín fréttakonu á skokki, sennilega í Laugardalnum. Másandi hóf hún inngang að umfjöllun um mikla fjölgun í almenningshlaupum og almennan skokkáhuga landsmanna. Eftir þessari aukningu var fyrst tekið í ársbyrjun 2009 og síðan hafa allar þátttökutölur hækkað jafnt og þétt. Margir hafa reynt að skýra þetta en með misjöfnum árangri. Sigríður Hagalín reyndi það með hangandi hendi  og fann tvo „sérfræðinga“, sem vildu tjá sig:

Annar þeirra er Viðar Halldórsson íþróttafélagssálfræðingur.  Hann vitnaði einkum til þróunar almenningshlaupa í Bandaríkjunum en bætti því við að böggull fylgdi skammrifi. “ Þeir sem hafa verið að hlaupa mikið í gegnum tíðina , það þarf að skipta um mjaðmaliði í þeim og annað slíkt þegar þeir verða eldri og endurnýja þessa hluti.  Ekki var vitnað í íslenskar tölur eða rannsóknir, eins og hefði verið við hæfi og fullyrðingin var að öðru leyti órökstudd. „Ferilskrá Viðars bendir annars til að hann hafi kynnt sér íþróttir meira en fram kom í viðtalinu.

Síðan kom á skjáinn Ragna Benedikta Garðarsdóttir. Hún er doktor í félagssálfræði. Doktorsritgerð hennar fjallar um samband efnishyggju og hamingju. Um hennar tengsl við íþróttir og hlaup er ekki vitað. En samt þótti hún þess verðug að tjá sig.

Og þær kenningar eru uppi, að lífsgæðakapphlaupið hafi einfaldlega breyst í maraþonhlaup.
… fyrir nokkrum árum hafi það verið í tísku að sýna fram á velgengni sína með peningum og eignum. Núna er það ekki lengur í tísku, kannski erum við að reyna að sýna fram á velgengni okkar á öðrum sviðum.“

„Við eigum það til að keppast voðalega mikið hvert annað hér á Íslandi, ég held að það sé eitt af einkennum smárra samfélaga, að við viljum gera svolítið mikið eins og hinir og jafnvel reyna að toppa það svolítið. Og þetta er bara það sem við höfum tekið okkur fyrir hendur núna, það er að hlaupa,“

Mér fannst þessi frétt illa unnin, framsetningin undarleg, val á viðmælendum orkar tvímælis og niðurstaðan stórfurðuleg: Það er óhollt að hlaupa. Liðskipti bíða okkar sem hreyfum okkur að ráði. Við erum þátttakendur í lífsgæðakapphlaupi. 

Ég leyfi mér að fullyrða að orsakir liðskipta og slitgigtar séu aðrar en hlaup og vitna í grein í MBL:

„“Ekki eru orsakir slitgigtar ljósar. En sjáanlegt samband er á milli offitu og slitgigtar, enda sýnir það sig að mikill þungi hefur í för með sér meira álag á knén og stoðkerfið. Hvert aukakíló getur allt að tífaldað álag á kné, t.d. getur verið 1.000 kílóa álag á kné hjá manneskju sem er 100 kg. Sænskar rannsóknir hafa sýnt fram á að tíðni þeirra sem fara í mjaðmaskipataðgerðir er einhverra hluta vegna hærri hjá bændum en öðrum hópum, en það er engin haldbær skýring sem við höfum á því. Einnig er slit í knjáliðum og mjaðmaliðum algengari hjá fyrrum knattspyrnumönnum en hjá öðrum hópum. Hefur og verið sýnt fram á að slitgigt fylgi sumum ættum.“

Greinin í heild er hérna:

Ég hef horft nokkrum sinnum á fréttina á vef RÚV og er engu nær um tilgang hennar. Mér finnst hún versna við aukið áhorf. Ég veit að fréttamenn þurfa oft að setja sig inn í mál með litlum fyrirvara og finna fróða viðmælendur en þessir meintu „sérfræðingar“ höfðu álika miklar forsendur til að tjá sig um almenningshlaup og ég um peningastefnu Seðlabankans og útreikninga á neysluvísitölu. Á hvorugu hef ég vit. Mér fannst lítið gert úr áhuga almennings á heilbrigði og hreyfingu, hollum lífsháttum og gildi þess að leika sér á fullorðinsárum.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Er óhollt og hættulegt að hlaupa?

  1. Leit stendur yfir að heimildum/rannsóknum sem sýna þörf hlaupara fyrir nýja mjaðmaliði á efri árum: Enn hefur ekkert komið fram nema þetta:

    The most common reason that people have hip replacement surgery is the wearing down of the hip joint that results from osteoarthritis. Other conditions, such as rheumatoid arthritis (a chronic inflammatory disease that causes joint pain, stiffness, and swelling), avascular necrosis (loss of bone caused by insufficient blood supply), injury, and bone tumors also may lead to breakdown of the hip joint and the need for hip replacement surgery.

    Heimild: http://www.healthnewsflash.com/conditions/hip_replacement.php

    Sem sagt: Slitgigt, liðagigt, beinþynning, blóðþurrðardrep og beinkrabbi valda niðurbroti á liðnum sem endar með nýjum lið.

  2. Fyrirspurn hefur verið send Viðari Halldórssyni íþróttafélagssálfræðingi í von um að hann bendi á rannsóknir og/eða kannanir á tíðni liðskipta í hlaupurum.

  3. Ég missti alveg af þessari frétt. Það er kannski ekki algalið að tala um skokkið sem lífsgæðakapphlaup. Það fylgja því nefnilega talsverð lífsgæði þegar maður nær að gefa sér stund til að fara út að skokka. Ég þekki örfáa einstaklinga sem hafa fengið nýja mjaðmarliði. Enginn þeirra var þekktur af skokkáhuga en þetta eru sjálfsagt frekar óvísindaleg ummæli.

  4. Bakvísun: Ég jók lífsgæði mín helling í dag « Ullarsokkurinn

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s