Svikamyllur ársins 2011

Æðsti draumur lygara og svikahrappa er að kynnast trúgjörnu fólki. Þrátt fyrir árlegar aðvaranir lögreglu vegna Nígeríusvindls, tilkynninga um arf í útlöndum, lottóvinning á Spáni og Forex-afbrigði, virðist ekkert lát á duglegum svikahröppum. Ég safnaði á sínum tíma Nígeríubréfum, átti mjög skemmtileg samskipti við Bjarna Vogler, „íslenskan“ skjalaþýðanda, sem er reyndar enn að störfum undir öðrum heitum og skrifaði á sínum tíma um Juugo.  Þar sem teljarinn sýndi margar flettingar á þessari gömlu færslu, virðast einhverjir hafa verið að kanna málið. Við nánari eftirgrennslan er Juugo víst auglýst á fésbókinni og Juugo-sinnar verja ákaflega málstað sinn og starfsemi.

Fyrir tæpu ári var þessi frétt á DV.is. Þar var fullyrt að hægt væri að tvöþúsundfalda gróða sinn á tíu vikum. Þetta er MLM kerfi, sem margsinnis hefur verið varað við.  Með því að gúgla MLM Top Income, er hægt að lesa sér til um þetta.

Nú er tilvalið að safna bestu svikamyllum ársins og verðlauna bestu hugmyndina.  Ég lýsi eftir tilnefningum. Þangað til ætla ég að markaðssetja hrukkusteinasölukerfið mitt, skella á mig nokkrum góðum Jenfe-plástrum, taka reikimeistarapróf á tveimur dögum og heila köttinn.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Svikamyllur ársins 2011

  1. Gaman að lesa „greinaflokkinn“ um Bjarna Vogler. Hann fór framhjá mér á sínum tíma. Veit ekki hvað ég ætti að tilnefna hér. Leyfi mér að (mis)nota ferðina og geta þess, að Kínalífselexírinn margfrægi fæst víst ekki lengur. Annað er komið í staðinn sem of langt mál yrði upp að telja.

  2. Ég er dálítið sein, en mér finnst nú samt tími til kominn að fletta ofan af secret-svindlinu. Það virkar ekki neitt. Ég er til dæmis ennþá með helvítis bumbuna sem ég hef rembst við að síkreta af mér í hátt á þriðja ár!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s