Hjólreiðar rýra eignaverðmæti?!

Þessi leið sem hér er sýnd á korti, er eina örugga leiðin fyrir hjólreiðafólk milli Garðabæjar og Kópavogs.  Þar er beygt frá göngu/hjólreiðastíg, sem liggur meðfram Sjálandi í Garðabæ og hjólað um Hegranes yfir á Súlunes og þaðan inn á Kópavogsstíginn. Sjálandsstígur tengist Álftanessstígnum og Hafnarfjarðarstígnum. Á góðum degi hjólar maður frá Hafnarfirði til Reykjavíkur án þess að hafa áhyggjur af bílaumferð.

Samkvæmt umferðarlögum eiga reiðhjól að vera á götum, ekki göngustígum. En á stofnbrautum eins og á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur er hættulegt að hjóla og skilningur og tillitssemi bílstjóra oftast í lágmarki.

Mikil umferð hjólreiðafólks þykir hið besta mál, holl og umhverfisvæn. En Garðbæingar og þá einkum íbúar Arnarness eru ekki jafn hrifnir. Í opnu bréfi til bæjarstjórnar Garðabæjar í júlí í sumar kemur þetta fram: …“sem umferð reiðhjóla fer fyrir brjóstið á íbúum við Hegranes og Súlunes og áhyggjur íbúa um veðmæti eigna sinna vegna þessara mála. Bæjarfulltrúar Garðabæjar deildu þessum áhyggjum íbúans. Hvað með verðmæti eigna okkar sem búum við svæðið Silfurtún – Hofstaðamýri? “

Nú er ég ekki sérfræðingur í eignamati en hlýt að spyrja hvernig umferð hjólreiðafólks getur rýrt verðmæti eigna? Fyrst þetta er svona brýnt mál að opið bréf þurfi til bæjarstjórnar, verður þá næsta skrefið að hindra umferð reiðhjóla með einhverjum ráðum? Verða settar upp hjólahindranir? Munu íbúar veitast að hjólreiðafólki?

Ef þetta nær fram að ganga, þá reikna ég með að skokkarar verði næsta nöldurefni Arnarnesinga. Ég bíð spenntur eftir opnu bréfi þar sem rök verða færð að því að umferð sveittra hlaupara rýri verðmæti glæsihallanna við Arnarnes.

23 athugasemdir við “Hjólreiðar rýra eignaverðmæti?!

 1. Ég er með bullandi samviskubit yfir að hafa rýrt verðmæti allra þessara eigna á leið minni í morgun. Stundum dreifi ég reyndar eignarýrnuninni jafnar yfir svæðið og hjóla hringinn Súlunes, Þernunes, Haukanes, Lundanes, Blikanes, Hegranes á heimleiðinni.

  Reyndar hef ég ekki orðið var við að íbúar þarna slái neitt af lífsrými sínu þrátt fyrir umferðina. Þrátt fyrir breiðar götur og flennistórar tvíbreiðar innkeyrslur er bílum iðulega lagt á gangstéttirnar og hundum sleppt einum út að skíta.

 2. Í Vancouver þekkist það sem kallast ‘Critical Mass’ þar sem hjólreiðamenn borgarinnar safnast saman einu sinni í mánuði og keyra í stórum hóp um miðborg borgarinnar og loka fyrir umferð. Hugmyndin var góð í upphafi en hefur gengið svolítið út í öfgar því þeir stífla miðbæinn og hindra fólk á bílum frá því að komast heim til sín. En upphaflega hugmyndin var góð – að vekja athygli á hjólreiðum. Kannski væri hægt að hafa svona Critical Mass dæmi um þetta hverfi. Fá alla hjólreiðamenn til að safnast saman og hjóla um hverfið svona um það leiti sem íbúar eru að koma heim úr vinnu (eða að fara í vinnu – þótt það sé eiginlega of snemmt). Gangi þeim vel að koma fínu bílunum sínum heim þegar hópur hjólreiðamanna hjólar um göturnar.

  • …og hvað nákvæmlega ættum við að vera að sýna fram á með því að stöðva fólk að komast heim úr vinnu? Fá enn fleira fólk á móti hjólreiðamönnum í umferðinni en nú þegar er? Þetta hljómar bara sem einhver bitur aðgerð.
   Miklu frekar að reyna að höfða til fólks og reyna að fá viðurkenningu til að bæta aðstöðuna.

 3. Mikil er manngæska þessa fólks. Það er ekki einungis að tuða um hjólastígana, þau eru líka að kvarta yfir leikskólanum, skátaheimilinu (sem er með virka skátastarfsemi nota bene), smíðavellinum (OMG), ævintýranámskeiði, hjálparsveit Garðabæjar (með starfsemi, sérstaklega tekið fram) og skólagörðum.

 4. Jahérna hér, og ég sem hélt að það færi svo lítið fyrir okkur hjólreiðamönnunum. Ég hef eitthvað misskilið mig.
  Critical Mass er snilldarhugmynd. Ég mæti.

 5. Er ekki rétt munað hjá mér að eigendur sjávarlóða á Arnarnesinu hafi líka þvertekið fyrir að yrði lagður stígur út fyrir nesið í sama stíl og á Kársnesinu? Sennilega neyðist bæjarstjórn Garðabæjar til að láta bora hjólagöng undir Arnarneshæðina.

 6. Jú, ég hef líka heyrt þetta fullyrt oft og mörgum sinnum. Hægt er að hjóla svonefndan Arnarneshring en þar verður að fara um þrönga göngustíga með sláahindrunum á kafla en annars á götunum.

 7. Mætti nota þetta tækifæri : http://www.moving-planet.org/events/is/lækjartorg/639

  * Annars er hópurinn sem hefur staðið fyrir þyrpingu hér : http://kedjuverkun.org/info/
  * Í vetur voru svo samgönguhjólreiðar farnar í litlum hópum 3- 10 manns frá Hlemmi á Laugardögum : http://lhm.is/lhm/frettir/561-samgoenguhjolreiear-a-laugardagsmorgnum-fra-hlemmi ( Líka á Fasbókina )

  Loks, vegna þess að hér séu áhugamenn um hjólreiðar vil ég minnast á ráðstefnu 9-16 í Iðno 16.september. :
  * http://www.umhverfisraduneyti.is/dagur-islenskrar-natturu/dagskra/ (fyrsti liður)
  * http://lhm.is/lhm/frettir/721-hjolum-til-framtidar-radstefna-20110916
  * Eða http://lhm.is/lhm/frettir/721

 8. Ég á ekki orð. Ég hjóla þessa leið reglulega til vinnu frá Flötunum í Garðabæ. Þ.e. niður Silfurtúnið, upp Hegranes, um Súlunes á stíginn í Kópavogi. Með barn í aftanívagni. Með því móti hef ég tekið minn þátt í að stuðla að minni mengun af bílaumferð um svæðið. Mér finnst leiðin fín og er ánægð með að hjóla ekki á stíg sem liggur meðfram aðalumferðaræðinni. Á slíkum stígum er ekki kræsilegt að hjóla langar leiðir á lygnum dögum sökum loftmengunar. Ætli ónæðið teljist af illa smurðum keðjum eða óhóflegum hraða hjólreiðamanna sem fara líklega í flestum tilfellum um göturnar/stígana vel undir hámarkshraða? Eða eru íbúar þessara botnlangagatna virkilega svona svekktir út af þessari óvæntu auknu umferð um göturnar og telja sig svikna? Svo svikna að gegnumrennerí hjólreiðafólks rýri staðsetningu eignanna? Það er undantekning að ég sjái fleiri en 2-3 úti við á þeim tíma sem ég á leið um

 9. Við sveitamennirnir skemmtum okkur ágætlega við raunir mölbúanna.Eg legg til að heiðvirðir andmengendur og hjólhestafrík bjóði Arnesingum í hjólatúr. Greið leið af Arnarnesi upp Kópavoxdalinn, niður með Reykjanesbrautinni að vestan, undir hana í Fossvogi, upp Breiðholtið, hjóla soldið um Fellin með látum, svo niður í Lindir og áfram heim á Arnanes. Klingja bjöllum og láta ófriðlega af og til og ganga svo til hvílu með góðri samvisku í sínu hegra- eða súlunesi. Fullkominn dagur og við hér fyrir norðan samgleðjumst.

 10. Jæja. þetta er með öllu óásættanlegt.

  Nú er mótsvarið að heimta að aðstaða hjólreiðamanna verði bætt í götunum.

  Þar merkar hjólaleiðir á götur til þess að tryggja öryggi þeirra sem helst þurfa á því að halda.
  Þegar þessar leiðir eru orðnar merktar væri tilvalið að útbúa leiðbeiningarbækling og bera í hús á Arnarnesinu sem útskýrir vel hvernig á að haga sér í umferð þar sem hjólandi eru og þessir sérmerktu stígar.
  T.d að sérstakan vara þurfi að hafa þegar bakkað er út úr tvöföldu eða þreföldu innkeyrslunni að þá eigi hjólreiðamaðurinn alltaf réttinn og að ekki sé leifilegt að leggja á stígnum.

  Og til þess að geta endanlega tryggt öryggi hjólreiðafólks verður að krefjast að lagður verði hjólreiðarstígur eftir strandlengjunni utan um Arnarnesið.
  Þá geta þeir sem ekki treysta þessum öfgamönnum valið sér leið sem engin vélknúin ökutæki eru.
  Við höfum réttmæta kröfu að þessi stígur verður lagður með ströndinni og er ströndin eign ríkisins og þjóðarinnar.

  Þá geta þessir bjánar rifist innbyrðis um hvort það sé betra að hafa okkur á götunni eða með ströndinni.

  Kær kveðja.
  Helgi Berg friðarsinni.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.