Bleikt var brugðið

Þegar ég fékk að prédika yfir þýðingafræðinemum í HÍ á sínum tíma, var mér ábyrgð þýðandans ofarlega í huga. Oft hafa heyrst áhyggjur af dvínandi lestri, einkum barna, unglinga og ungs fólks, en þetta eru einmitt markhóparnir sem horfa mest á sjónvarp. Vegna skorts á enskukunnáttu (flestir kunna minna í ensku en þeir fullyrða) treystir fólk á skjátextana. Ég man ekki lengur tölurnar sem ég hafði á takteinum í fyrrnefndum fyrirlestri, en þær voru háar. Skjátextalestur er ígildi tuga skáldsagna. Það þarf vel að vanda, sem á skjá fær að standa.

Þessa sömu ábyrgð verða netmiðlar að axla.Því fleygði ég saman litlum pistli í gærkvöldi, eftir netflakk hádegisins, taldi gagnrýni mína málefnalega og kurteislega og ætlaði í anda þess að benda aðalviðfangi mínu, bleikt.is, á skrifin og taldi fésbókarsíðu bleiks henta vel til þess. Viðbrögðum ritstjórnar þessa drottningavefs er ágætlega lýst í pistli Hildar Lilliendahl. Orð eins og ritskoðun, hroki og afneitun koma upp í hugann.

Einstefnumiðlun er gamaldags og úrelt forsjárhyggja og á mannamáli heitir þetta að gefa skít í lesendur. Þeir sem svona bregðast við, telja sig hafna yfir gagnrýni, en vilja um leið geta gagnrýnt aðra að vild, eins og dæmin sanna. Gagnrýni af þessu tagi getur heldur ekki talist árás, ofsóknir eða einelti, eins og sumir hafa á hraðbergi þegar varnir eru engar.  Þótt frétta-og samfélagsvefir hafi liðið fyrir lágkúru í athugasemdakerfum, getur ritstjórn hreinsað út sora, hatur og illgirni. Eftir stendur þá vonandi málefnaleg umræða. Ég hef fundið á undanförnum vikum að margir þrá slíkan vettvang, enda nóg komið af slúðri, léttmeti og ruslefni.

Eitt að lokum. Þessi pistill hefur fengið meiri dreifingu en margt annað sem ég hef sett saman á vettvangi bloggsins. Athugasemdirnar urðu margar og fengu ekki allar birtingu af ofangreindum ástæðum og einnig nennti ég ekki að hleypa þeim í gegn sem báru með sér að viðkomandi hafði ekki lesið pistilinn eða voru einfaldlega svo gersneyddir skopskyni að mér blöskraði.

5 athugasemdir við “Bleikt var brugðið

  1. Ég gleymdi einu atriði. Eyðing athugasemda á FB-síðu bleikt.is og lokun á einstaklinga hætti ekki fyrr en bent var á í athugasemd að skjáskot væru tekin jafnóðum til að fylgjast með hverju væri eytt. Þá loksins lagði ritstjórnin frá sér strokleðrið og tók hausinn upp úr sandinum.

  2. Sæll Gísli.

    Skemmtilegar og fróðlegar vangaveltur hjá þér að vanda. Til að vita hvaða skoðun ég á að hafa daglega les ég leiðara moggans, hvísl smáfuglanna og þig. Kíkti stundum á eyjuna og pressuna en þeim innlitum fer fækkandi. Áður fyrr skoðaði ég það sem Egill hafði að segja en er hættur því fyrir nokkuð löngu. Finnst reyndar gaman að líta inn til Gunnlaugs reglulega. Þar sýnist mér vera maður skynsamur þótt ekki endilega séuð þið alltaf skoðanabræður. En hvað um það þú setur mál þitt fram á skemmtilegan og málefnalegan hátt. Oft er ég sammála þér en ekki alltaf. En þú ert alltaf málefnalegur og skemmtilegastur að lesa af öllum þessum „miðlum“.´

    Góð kveðja

  3. Þakka hlý orð, Gunnar. Mér finnst gott að vita af fólki sem getur bæði verið sammála mér og ósammála. Við Gunnlaugur erum t.d. sammála um margt en ákaflega ósammála þess á milli ; )

  4. Gaman að þessu hjá þér Gísli. Annars var Vefpressan á leið í sjóinn síðast þegar ég vissi.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.