Hress og Kàtur

image
Í litlu stórfjölskylduna hafa bæst tveir loðnir og liprir yngiskettir. Þetta eru bræðurnir Hress og Kátur Högnasynir af ættinni Fressen. Þeir eru rúmlega átta vikna og herbergjaðir hjá barnabörnunum og foreldrum þeirra og ég er mjög ánægður með að vera titlaður afi þeirra.

Í dag sátum við yngsti (3 ára) yfir þeim eftir hádegið (yngsti var veikur) og hann fræddi mig um helstu atriði í uppeldi ungra katta. Þeir væru eins og lítil börn og það yrði að fara varlega með þá og þeir mættu ekki fá að smakka jógúrtina mína, þótt þeir vældu ámátlega og sníktu. Síðan kenndi hann mér að kitla þá varlega á maganum, því það þætti þeim svo gaman og eftir það æfðum við okkur í talningu á kettlingunum, fórum yfir fjölda fóta, eyrna og skotta en nenntum ekki að telja veiðihárin. Hress og Kátur tóku þessu frekar vel og slógust ákaflega á skrautlegu stofuteppinu þess á milli. Þeirra bíður taumlaust dekur hjá barnabörnunum og öfundsverð ævi.

Stundum held ég að það sé gaman að vera köttur. Að vísu vildi ég gjarna sleppa við geldinguna en þeir Hress og Kátur vita ekki að eftir fjóra mánuði heimsækja þeir Dagfinn dýralækni og koma eistunum fátækari heim. Ef marka má Brand, frænda þeirra hér í Hafnarfirði, hefur geldingin engin áhrif á almenn lífsgæði katta.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Hress og Kàtur

  1. Ég myndi samgleðjast þér yfir bröndóttu köttunum ef þessi kvikindi hefðu ekki ofnæmi fyrir mér. Eða var það öfugt?

  2. Ég held að það sé gott að vera köttur hjá þér Gísli, jafnvel þótt það sé á þá lagt að fara úr og í náttskinnið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.