Flökkustatusinn

Á kennsluárum mínum var vinsælt að láta nemendur fylla í eyður.  Svona verkefni henta einkum ungum börnum sem skrifa í fyrsta gír, en hafa þokkalegan lesskilning. Til hægðarauka fyrir fésbókarnotendur er þessi uppskrift að góðum status. Hann uppfyllir flestar kröfur meðvitaðra fésbókara, er hæfilega háfleygur og innblásinn, sýnir baráttuvilja og samkennd þess sem setur hann inn og samfélagslega ábyrgð. Um leið elur hann á sektarkennd þeirra sem afrita hann ekki.

Fyllið því út, afritið og límið í statusinn ykkar!

♥♥♥♥♥♥♥Ég hef mínar eigin ástæðu fyrir því að spyrja, hvort þú viljir setja þetta í statusinn þinn í 1 klst. Ég er þokkalega viss um að ég þekki þá sem, munu gera það. Hugsaðu um þá sem þú þekkir eða elskar, sem hafa ____________ (setjið sjúkdómsheitið hérna)  Mín ósk er að það finnist lækning 2012. Viltu setja þetta í statusinn þinn í 1 klst.? Til að heiðra þau, sem hafa barist eða berjast við____________________ (setjið sjúkdóminn hérna) . Munt þú hafa þetta í 1 tíma til heiðurs þeim sem berjast við ___________________ (setjið sjúkdóminn hérna) Vonast til að sjá þetta í statusnum þínum.♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

 

Vinsælir sjúkdómar eru: Blöðrubólga, fordómar,  flensa, kvef, missir útlims, útstæð eyru, blóðspýtingur, tæring, beri-beri, pellagra, heimska, lífsstílssýki, mótþróaröskun, Manilow-heilkenni….

Eflaust má bæta við þennan lista. Ólæknandi sjúkdómar koma ekki til greina af augljósum ástæðum. Þeir verða ekki læknaðir með flökkustatusum.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Flökkustatusinn

  1. Það vantar það sem virðast vera niðurstöður ítarlegra rannsókna á fésbókarhegðun heimsbyggðarinnar og fylgir gjarnan stöðumælum af þessu tagi: „89% af þeim sem lesa þetta munu ekki setja það á vegginn sinn, en þú?“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s