Hafnfirsku umferðarlögin

 „Á götunum hafa bílarnir forgang og á blönduðum hjóla- og göngustígum eru það gangandi vegfarendur.“

Hér er vísað til skýrslunnar Hjólreiðar í Hafnarfirði. Þar kemur margt gott fram og einkum er gaman að sjá stofnleiðir hjólreiðamanna til að fara um bæjarlandið. Önnur leiðin, sú sem liggur með fram sjónum út að Hrafnistu og tengist þar Garðabæjarstígnum, er þægilegust. Hin, svonefnd efri leið, krefst góðrar ratvísi og staðkunnáttu og er því varla fyrir utanbæjarfólk.

En það er ofangreind forsenda sem stingur í augun. Þótt mikil vinna hafi verið lögð í skýrsluna, virðast höfundar ekki hafa hirt um að kynna sér lög og reglur um umferð hjólandi fólks. Þar kemur skýrt fram að  almenn umferðarlög gilda um reiðhjól á götunum þannig að réttarstaða  hjólreiðamanna er mjög skýr þar.  Hjólreiðamenn eiga ekki að vera á gangstéttum og á merktum blönduðum hjóla- og göngustígum, eiga þeir sína ræmu og hljóta að njóta ákveðins forgangs þar. Annars eru merkingarnar til lítils.

Ég met mikils vilja skýrsluhöfunda að greiða leiðir hjólreiðamanna um bæinn. Mikið má læra af reykvísku aðferðinni sem felst í merkingum á götum sem minna bílstjóra á reiðhjólin. En ágæt byrjun hér í Hafnarfirði væri að lesa umferðarlögin.

Ég nota hjóla/göngustíga þar sem því verður við komið. Annars hjóla ég á götunni, er frekar til vinstri en hægri og haga mér eins og bifreið. Mér er sama þótt sé flautað á mig. Umferðarreglurnar eru skýrar. Líka í Hafnarfirði.

Myndin tengist ekki efni þessa pistils. Þetta er nefnilega Hafnarfjarðarbrandari.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Hafnfirsku umferðarlögin

 1. Umferðarreglurnar eru skýrar – líka í Hafnarfirði, og þótt ég, sem er með fleirum höfundur skýrslunnar viti af þeim og þekki þær, þá upplifi ég ekki að margir geri það. Er sjálfur stundum á miðri götu á hjóli – og fæ flaut.

  Þessi setning endurspeglar þannig stöðuna, en ekki lögin. Þau eru bara oft þverbrotin. – Og lögin duga skammt þegar maður er kominn lemstraður eftir árekstur, nema þá kannski til miskabóta.

  Varðandi blandaða stíga, þá er búið að skipta stígnum með þessari fínu línu – en bara sum staðar. Striklausir stígar með blandaðri umferð þar sem línan er hvergi, en svo stendur það í samþykktu skipulagi að þetta séu líka hjólastígar.

  Annars er gott að þú bendir á þetta – réttilega – að forsendan sé í sjálfu sér röng.
  Kannski eru aðgerðirnar sem á henni byggja þá ekki til neins nema benda á að hjólreiðamenn hafi VÍST þennan rétt….og vonandi verður það til þess að fleiri VIRÐI réttin sem er til staðar.

  En kannski breytum við bara þessu orðalagi í skýrslunni – sjáum til…..

  (p.s. takk fyrir blogg, bæði þarft og óþarft, og svo kveðskapinn sömuleiðis.)

 2. Sæll, Gestur,
  Ég vona að það sé nógu skýrt hjá mér að skýrslan er góð og ég er ánægður með margt í henni, einkum væntanlegar umbætur. En þar sem kontórinn minn er við Skipholtið, tek ég eftir merkingunum á götunum og sé fleiri hjólreiðamenn fara um en áður. Ég held að það sé fljótlegri leið til úrbóta að merkja, því bílstjórar sjá merkin og á langflestum götum hér innanbæjar er hámarkshraðinn þannig að óþarfi á að vera að flauta á hjólreiðafólk.

  Það að ég skuli veiða eina setningu úr skýrslunni og hampa henni, sýnir bara fólið og stríðnispúkann sem í mér blundar á morgnana

 3. Og líka þetta:
  Það sem pirraði mig við þessa títtnefndu setningu er Arnarneshljómurinn í henni. Nú þykist ég vita að nefndarmenn séu allsendis ólíkir þeim hrokagikkjum sem þar búa sums staðar, en vil samt koma þessu frá mér. Með hjólreiðakveðju.

 4. Arnarnesviðhorfið var rætt af okkur og í raun var lítið um hann að segja. Mér leið næstum eins og ég væri að lesa greinar um Apartheid sjónarmið í Suður-Afríku fyrir 20 árum.

  En það er mikilvægt að tala skýrt í svona skýrslum og þess vegna þykir mér gott að þú hafir minnst á þetta. Það er ekkert mál að vanda þá ögn betur til þegar hugsunin er sett fram.

  bestu kveðjur,

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.