Misrétti í maraþoni

Vorið 2003 náði Paula Radcliffe besta tíma kvenna í heilu maraþoni. Þetta var í Lundúnaþoninu og tíminn var 2 stundir, 15 mínútur og 25 sekúndur. Þar til fyrir skömmu var þetta skráð heimsmet en heitir núna aðeins besti heimstími, eftir að IAAF, Alþjóða frjálsíþrótta-sambandið, ógilti heimsmet kvenna sem sett er í hlaupi með körlum, svonefndum blönduðum maraþonum. Þetta er nánar skýrt í þessu ákvæði:

“ Women’s records must be set in women-only competition. This includes races that provide an early start for the elite women, provided that at no point during the race are any men runners within 50 meters of the woman record-claimant.“

Kvennamet skulu sett í kvennahlaupi. Þar sem 99% allra maraþona falla undir skilgreininguna um blönduð hlaup, eru fá tækifæri í boði fyrir afrekskonur að setja heimsmet. Einhverjum kann að finnast smáatriði hvort besti tíminn kallist heimsmet eða besti heimstími. En þessi regla er fyrst og fremst kjánaleg, gamaldags og ekki í anda þess jafnréttis sem * almennt* ætti að ríkja í íþróttaheiminum.

(Eftir ábendingu er orðalag leiðrétt. Ég fullyrti að jafnréttið væri almennt og miðaði þá við þær íþróttagreinar sem ég þekki best. Það er ofmælt og nægir að líta á boltagreinarnar, þar sem kvennaflokkar lenda oftast undir hnífnum þegar þarf að spara.)

Þrátt fyrir mikla leit í reglugerðafrumskógi íþróttasambanda hef ég ekki fundið neitt sem segir að heimsmet karla skuli sett í hreinu karlahlaupi þar sem konur eru ekki með. Sá sem finnur það, má gjarna benda mér á það. Ofangreint ákvæði virðist aðeins gilda fyrir konur og er talið að þær geti grætt á því að hlaupa með sér hraðari körlum. Hvað sem því líður, þarf hlauparinn alltaf að koma sér sjálfur þessa 42,195 km.  Ekki þarf að taka fram að þessi ákvörðun  sætir harðri gagnrýni AIMS og WMM, sem eru helstu maraþonsamböndin.

Þetta tengist Íslandi því Paula Radcliffe hleypur í Berlínarþoninu á sunnudaginn. Þar verða tæplega 100 íslenskir hlauparar og í þeim hópi er Kári Steinn Karlsson, sem stefnir á að bæta núverandi Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar, 2:19,46 og aðaltakmark hans er að ná Ólympíulágmarkinu fyrir leikana 2012.

Eins og sjá má er tími Paulu Radcliffe aðeins betri en Íslandsmetið og hugsanlega gæti Kári Steinn haft af því hag því að hlaupa við hlið hennar. Samkvæmt nýjum reglum IAAF er það í góðu lagi, því karlar eiga víst ekki að geta grætt á því að hlaupa með konum. Eða hvað?

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Misrétti í maraþoni

  1. Góð færsla en hvert er þetta jafnrétti sem almennt gildir í íþróttaheiminum? Nú forðast ég íþróttir eins og heitan eldinn og í einu skiptin sem umræður um þær vekja athygli mína snúast þær á einn eða annan hátt um jafnrétti. En þau skipti eru svo ótal mörg að ég get ekki ímyndað mér að þessi fullyrðing gangi upp.

  2. Ég get bara talað út frá mínum íþróttagreinum sem eru hlaup, þríþraut og sund. Þar æfa karlar og konur saman á jafnréttisgrundvelli, eftir sömu æfingaáætlunum oft á tíðum og í götuhlaupum (sem eru algengust) leggja allir jafnt af stað. Árangur er reiknaður eftir aldursflokkum og kyni. Verðlaun eru sömu. Íslandsmet kvenna í Ironman er betra en Íslandsmet karla.

    En ég skil hvað þú átt við. Það er auðvitað skekkjandi að ég skuli bara tala út frá mínum greinum þegar misrétti í boltagreinunum viðgengst enn, bæði varðandi keppnir og æfingatíma og þar með er þessi fullyrðing mín ekki lengur eins altæk og ég hélt í hita morgunsins þegar hún var rituð.

  3. Bakvísun: Hlaup, hlaup, hlaup « Ullarsokkurinn

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s