Nýr Íslandsmethafi!

Í dag er fagnað í íslenskum hlaupaheimi því nýtt met í maraþoni karla leit dagsins ljós í Berlín. Þar hljóp Kári Steinn Karlsson á 2:17,12 í sinni fyrstu atlögu að þessari vegalengd og varð í 17. sæti af rúmlega 40 þúsund hlaupurum. Margir vöknuðu snemma, fylgdust með á Eurosport og á netinu, miðluðu fréttum jafnóðum með hjálp fésbókar og upplifðu stemmninguna eftir bestu getu.

Kári Steinn fékk snemma áhuga á hlaupum, æfði með föður sínum og Vesturbæjarhópnum svonefnda um tíma, mætti í götuhlaupin og fór svo að æfa undir stjórn þjálfara. Góður árangur skilar oft námsstyrkjum í bandarískum skólum og Kári lauk námi í verkfræði í Berkeley-háskóla í vor og sýnir æfingadagbók hans að þar var ekki slegið slöku við hlaupin. Hann á núna öll met í vegalengdum frá 5km til 42,195. Hann keppir fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í London og á góða möguleika þar, miðað við þennan árangur.

Þessi mynd er tekin nokkrum mínútum eftir metið í morgun, við Brandenborgarhliðið. Með honum á myndinni er Gunnar Páll Jóakimsson, fyrrum landsliðsmaður og nú farsæll þjálfari. Myndina tók faðir Kára, Karl G. Kristinsson.

Kári Steinn er glæsilegur fulltrúi íslenskrar íþróttaæsku. Hann er sprottinn úr jarðvegi skokkhópa og almenningshlaupa. Það eitt ætti að vera þeim sem fjalla um íþróttir í fjölmiðlum, þörf ábending.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.