Upprifjun á einelti

Þegar ég byrjaði að kenna, einhvern tíma á síðustu öld, var einelti ekki til. Þá var talað um stríðni, oft í góðlátlegum tón, eins og það væri náttúrulögmál að sumir stríddu og aðrir yrðu fyrir stríðni. Síðan var eineltið skilgreint, skólar unnu eineltisáætlun og kynntu hana fyrir kennurum og skólaskrifstofur réðu sér sérfræðinga og sálfræðinga. Seinna stofnaði Stefán Karl Stefánsson samtökin Regnbogabörn og fór mikinn í útbreiðslu á sínu fagnaðarerindi.  Árið 2004 var því lýst yfir að dregið hefði úr einelti í skólum um 34%. Mörgum leið eins og einhver plága hefði verið upprætt og önduðu léttar. Eineltislaust Ísland var í sjónmáli.

Síðan hefur þetta hugtak verið misnotað og gengisfellt. Þetta má staðfesta með ýmsum greinum, viðtölum og yfirlýsingum í fjölmiðlum. Oft þarf lítið til að fólk bregði sér í hlutverk fórnarlambsins. Það hentar sumum til að vekja á sér athygli. En í ljósi atburða undanfarinna daga verður kvörtunartónninn ákaflega holur og innistæðulítill. Jafnvel málefnaleg gagnrýni og ábendingar verða að einelti með nógu einbeittum vilja viðkomandi.

Magnús Sveinn Helgason (FreedomFries) orðaði það svona: „Nú orðið virðast sérhagsmunahópar, stjórnmálamenn og öll þriðja flokks pseodu-celebrities þeirrar skoðunar að þau verði fyrir “einelti” ef þau fá  ekki sínu fram eða ef það er fjallað um þau opinberlega með einhverjum hætti sem þeim mislíkar.“ Í þessu samhengi er rétt að rifja upp skilgreininguna:

Einelti er…

Endurtekið áreiti.
Misbeiting á valdi.
Gerendur geta verið einn eða fleiri.
Áreitið tekur á sig margvíslegar myndir.

Einelti birtist í mismunandi formi…

Líkamlegt t.d. lemja, hrinda, sparka, stela, skemma eigur annarra.

Andlegt t.d. hóta, uppnefna, stríða, niðrandi athugasemdir og bréf, útiloka úr hópnum, breiða út sögur, ljúga upp á.” Heimild: grunnskólar.is.

Harmleikurinn í Sandgerði er ekkert einsdæmi. Því miður. Hann vekur meiri athygli því málalokin urðu þau verstu sem hægt er að hugsa sér. Þrátt fyrir að í grunnskólanum þar hafi verið  „unnið eftir áætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun frá árinu 2002. Áætlunin miðar að því að fyrirbyggja einelti og andfélagslega hegðun og taka á þesskonar málum er þau koma upp. Allt starfsfólk skólans tekur þátt í vinnunni og leggur sitt af mörkum í að byggja upp félagslega sterkt samfélag þar sem eðlileg jákvæð samskipti fara fram.“

Eineltisdæmin eru mörg. Í vor skrifaði Brynhildur Björnsdóttir þetta um ástandið í Hveragerði. Þar segir m.a.: “ Í Hveragerði er barn sem segir frá. Og mamma sem hlustar. Og þó skólayfirvöld, bæjarstjórn, foreldrafélagið og konan í bakaríinu hafi ekki orðið vör við eineltið og ofbeldið sem þessi drengur lýsir þá er það engin sönnun þess að það hafi ekki gerst. Fólk heldur stundum að það viti allt sem börnin þess hugsa og gera. Það er ekki rétt. 
Einelti á sér ýmsar birtingarmyndir. En umfjöllun um einelti í skóla í bæjarfélagi er ekki einelti og Hveragerði hefur ekki „lent í einelti fjölmiðla“ þó eitt barn hafi þorað að segja frá. „

Þessi stúlka sagði frá 2009. Dæmin eru of mörg. Yfirlýsingin frá 2004 sem vísað er til hér að ofan, á ekki lengur við. Þetta er samfélagsvandamál og ekki á færi skóla að leysa, þrátt fyrir áætlanir og Olweus.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s