Rímaðar dánarfregnir

Að hlusta á Rás 1 er góð skemmtun. Meðan ég bjó í sveitinni var jafnan hlustað með andakt á dánarfregnir og jarðarfarir því þá skorti sárlega þá miðla sem núorðið útvarpa burtköllun fólks. Dæmi eru um minningarsíður á fésbók sem eru stofnaðar áður en hinn látni hefur náð að kólna og nánir ættingjar fá stundum tíðindin á netinu. En þetta er útúrdúr frá kjarna málsins, því orðalag í tilkynningum vakti athygli manna í dag. Þar er oft talað um að fólk gefi upp öndina í faðmi fjölskyldunnar. Þetta er ósköp hlýlegt og hugljúft og óþarfi að taka lýsinguna bókstaflega, því fólk safnast ekki beinlínis saman og heldur á viðkomandi þar til hann kveður þennan heim. Aðrir finna orðalaginu allt til foráttu.

Þar sem nú er í tísku að poppa allt upp, vil ég leggja mitt af mörkum og mæli með rímuðum dánarfregnum. Lagviss þulur Ríkisútvarpsins gæti kveðið ferskeytlur undir þekktum rímnaháttum, eða sungið dánartilkynningu sem ort er við létt og fjörlegt lag. Þannig er hægt að finna ákveðna gleði í sorginni. Tökum nokkur dæmi. Hér hefur aldinn heiðursmaður kvatt jarðlífið og börnin auglýsa:

Núna höfum mikið misst,
mæða sorgarhríðar.
Faðir okkar andaðist.
Útför verður síðar.

Og fyrir þá sem vilja koma þessu nýja orðalagi að, er þessi útgáfa.

Vinir falla vart í stafi
en víst er laus við gigtina.
Í faðmi okkar fór hann afi
finnum enn þá lyktina.

Ég sé sóknarfæri fyrir hagyrðinga í þessu máli. Fyrir þá sem vilja tilbreytingu í líf sitt, mæli ég með þessum vef.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Rímaðar dánarfregnir

 1. Sjaldan grátið svo ég hef,
  sorgum mæddur þungum,
  er kom þér fyrir kattarnef
  krabbamein í lungum.

 2. Það er af sem áður var
  að allar vildu haf’ann.
  Hann er orðið hálfgert skar
  svo helst þær vilja graf’ann.

 3. Ég lærði ungur þessa vísu:
  Gvendur bróðir gaf upp önd
  gerði iðrun sanna
  andaðist fyrir eigin hönd
  og annarra vandamanna.

 4. Var það ekki Ómar Ragnarsson sem sagði:

  Amma gamla gaf upp önd,
  glöggt það vottorð sanna.
  Auglýst fyrir okkar hönd
  og annarra vandamanna.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s