Nudd, kvalalosti og aðgengi

Ég á í stopulu kvalalostasambandi við sjúkraþjálfara í Borgartúninu. Þótt seigar séu miðaldra manns sinar, þarf stundum að mýkja, þær, nudda og teygja. Þetta get ég ekki sjálfur með góðu móti og heimsæki þá Borgartúnið, þar sem Sjúkri dembir á mig leysigeislum og hita og nuddar síðan þar til ég barma mér ákaflega svo heyrist fram á gang. Þegar hamagangurinn er hvað mestur, mætti halda að verið væri að slátra jólagrís. Yfirleitt fussar hann yfir veimiltítuhætti mínum og herðir tökin. Að nuddi loknu geng ég sáttur fram og borga eitthvað smáræði fyrir, því ég er með tilvísun frá heimilislækni. Samband okkar Sjúkra er gott, þótt ég vilji auðvitað ekki hitta hann á þessum forsendum meira en góðu hófi gegnir.

Annars er nuddúrvalið gott ef marka má Fréttablaðið. Þótt ráðamenn þar á bæ segist ekki vita um eðli þess nudds sem þar er auglýst, tekst þeim af fádæma innsæi að flokka það ýmist undir Heilsu eða Þjónustu. Eftir smá símakönnun í hádeginu í gær, veit ég núna að heilsunudd með skrúbbi og tilheyrandi kostar örlítið meira en hjá Sjúkra og hægt að fá molakaffi á eftir.  Svokallað þjónustunudd er í boði hjá enskumælandi konu. Þar er talað undir rós og kosta herlegheitin  álíka mikið og þýðing á langri álitsgerð um tengivirki og tíðnisvið. Í þessum hugtökum felst annars engin tvíræðni.

Kalt mat á nuddframboði og aðgengi sýnir að þótt andskotast sé út í Fréttablaðið út af þessu, sæi ekki högg á vatni þótt þessar auglýsingar hyrfu þaðan. Þetta er út um allt á netinu, rétt eins og klámið. Þeir sem bera sig eftir því, finna það. Kjarni málsins er að þetta er til og meðan eftirspurnin er til staðar, verður framboðið ærið. Þess vegna þýðir lítið að hamast á hisminu.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s