Símtól

Að „appa“ sig upp er vond íslenska. Samt dynur það á manni í auglýsingum frá bensínstöðvum sem vilja kenna fólki að kaupa eldsneyti með síma. Sjálfsagt fínt fyrir þá sem nenna ekki að sækja kortið í veskið. En málið er málið og application getur þýtt forrit, búnaður eða tól, svo eitthvað sé nefnt( fer eftir samhenginu).

Ég mæli með tólinu. Ég get sótt mér tól á tólamarkað í símanum, hugsanlega gert mig tólfæran með réttu tólunum, orðið hörkutól með því að troðfylla símann af hugbúnaði til að auðvelda mér daglegt amstur, og svona mætti lengi halda áfram. Þar sem karlmaður leikur aðalhlutverkið í bensíntólsauglýsingunni, geta hugmyndasnauðir auglýsingamenn örugglega fundið einhverja tvíræða hlið á þessu orði. Nógu borubrattur er hann núna í hlutverki reddarans, þar sem systir hans er bara erfið og faðir hans kann ekki að líta á bensínmæli. Best að fá bjánahrollinn fyrirfram.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Símtól

  1. Ort af svipuðu tilefni:

    For þeir eru að fjalla um
    því forrit eru þetta.
    (Sitji for í símanum
    sést á fési gretta.)

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.