Hlaup og tíska

Ég fæ að ota mínum tota í Fréttablaði dagsins og sagði þeim sem heyra vildu í gær og fyrradag að ég yrði til umfjöllunar í tískuþætti. Því trúði enginn og meðkontóristar mínir fengu léttan hláturkrampa. Sá sem elst upp við gallabuxur og lopapeysur, gúmmískó og vinnuskyrtur, verður seint sundurgerðarmaður í klæðaburði. Ég hef einfaldari smekk en útvarpsstjórinn, er laus við merkjasnobb (nema þegar reiðhjól eiga í hlut) og stend ekki tímunum saman við fataskápinn með valkvíða á lokastigi. Oft hefur legið við tískuslysum, en samkvæmt ótal greinum í bleiku pressunni, geta þau valdið óhug alþýðu manna og flokkast undir tillitsleysi við viðkvæman smekk fólks.

Það sem komst ekki að í spjalli mínu við fréttaritarann var að hlaup eru ekki tíska. Ég hef séð og heyrt ýmsa spekinga fullyrða að hlaup séu í tísku og slíkum yfirlýsingum fagna þeir jafnan sem gera út á minnimáttarkennd fólks og óöryggi, því þá er mögulega hægt að selja fólki „réttu“ fötin og „réttu“ skóna fyrir skokktúrana.  Skynsamt fólk veit hins vegar að 40 þúsund króna skór og álíka dýr hlaupagalli í réttum litum er engin trygging fyrir betra formi. Hugsanlega er hægt að telja þeim sem hefja átak, trú um slíkt, en hreyfing sér til heilsubótar verður aldrei tískubóla.  Þetta er lífsstíll. Eftir tæp 30 ár mæli ég eindregið með honum og stefni á minnst 44 ár í viðbót. Í minni ætt er hefð fyrir langlífi. Ég set markið hátt.

Tískubransinn fitnar ekki fyrir mitt tilstilli. 20 ára gömlu hnébuxurnar mínar eiga að endast í önnur 20 ár og peysur og bolir sem mér hafa áskotnast eiga langt líf fyrir höndum (og fótum). Það eina sem vantar er vaðmálshlíf fyrir viðkvæma staði þegar fer að frysta.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.