Þegar trúboðarnir heimsóttu mig

„Með heimsóknum sínum í skólana hafi félagsmenn ekki stundað trúboð, heldur gefið börnunum gjafir.“ Svo segir Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur og fyrrverandi forseti og framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins, í grein í Morgunblaðinu. Þar sem ég fékk þrim sinnum heimsókn Gideon-manna á kennsluárum mínum er mér bæði ljúft og skylt að rifja þær upp.

Gideon-menn komu yfirleitt þrír saman og báru þunga kassa með bláum testamentum. Þeir voru kurteisari en Heiðar danskennari, sem óð óboðinn inn með dansáróður sinn, bönkuðu og biðu eftir að ég hleypti þeim inn, sem ég gerði samkvæmt fyrirmælum skólastjóra. Hefði ég ráðið sjálfur, hefði ég ekki hleypt þeim inn, enda ákaflega þrjóskur og óleiðitamur á þessum árum. Hér má það koma fram að Heiðar er frændi okkar bræðranna og fyrirmynd okkar í skreflengd, sem Heiðar kom sér upp eftir áratuga tangóæfingar. En þetta er útúrdúr. Að sögn kunnugra er Heiðar frændi sá eini sem gæti stikað yfir Rangá, án þess að blotna. Þetta er líka útúrdúr.

Þeir lögðu undir sig kennaraborðið, útbýttu bókunum alvarlegir í fasi, fóru síðan nokkrum orðum um efni hennar og gildi þess að trúa á guð almáttugan og biðja til hans, létu börnin síðan fletta upp á ritningargrein sem var samlesin og eitthvað var rætt um merkingu hennar og gildi í dagsins önn. Svo var farið með bæn. (Þetta er viðbót eftir ábendingu frá gamalli nemönd). Þetta tók alls um stundarfjórðung og var ekki laust við að heilagur andi svifi yfir vötnum. Ég sötraði kaffi og lagði kollhúfur.

Flestir fóru heim með testamentið en einhver afföll urðu á leiðinni. Afgangsbækur urðu eftir í skólastofunni. Þær komu sér vel þegar ég samdi helgisöngleikinn fyrir jólin ógleymanlegu. Sá var ekki eins kristilegur og trúboðarnir en snöggtum skemmtilegri en testamentið.

Við þetta má bæta að Heiðar frændi tengist testamentinu á þann hátt að í Biflíunni er að finna heimildir um dans. Sbr. þessar upplýsingar míns biflíufróða bróður. “ Dansleiðbeiningar í Biblíunni eru af skornum skammti nema auðvitað: negla, negla, kross.“

7 athugasemdir við “Þegar trúboðarnir heimsóttu mig

  1. Nú hlýtur minnið eitthvað að vera að bregðast þér, Gísli. Því eins og Sigurbjörn Þorkelsson, fyrrv. formaður Gideonsfélagsins, segir með afar skýrum hætti í blessuðu Morgunblaðinu í dag hefur félagið aldrei stundað trúboð í barnaskólum.Reyndar erum við ansi mörg sem erum farin að bila á minni, sýnist mér. Ég er til dæmis með í kollinum falska (augljóslega) minningu um jakkafataklædda karla sem dreifðu bláu bókinni, sögðu okkur að Jesús væri leiðtogi lífs okkar og að við ættum að trúa á hann og treysta í einu og öllu, kenndu okkur svo að fara með Faðirvorið með spenntar greipar og bættu loks við að ef við gerðum þetta á hverju kvöldi og hefðum aukinheldur allt sem Jesús hefði sagt og kennt að leiðarvísi myndi okkur ekkert bresta. En það hefði verið trúboð og Sigurbjörn segir að Gideonsfélagið hafi aldrei iðkað trúboð. Og varla lýgur hann. Allra síst í Mogganum.En þetta er glettilega útbreiddur andskoti, þessar fölsku minningar. Ég þekki alveg helling af fólki sem gengur með þetta í kollinum. Ættum við að stofna stuðningshóp?

  2. Ég hefði sennilega átt að hlusta betur á þá. En nógu mikið var sagt á þessum stundarfjórðungi. Auðvitað var þetta ekkert annað en trúboð. 😉

  3. Þess má geta að á árum áður sóttu fyrirtæki og félagasamtök mjög í að dreifa auglýsingaefni til nemenda. Á Akureyri fékk ég afhentan bunka með gallabuxnaauglýsingabæklingi sem átti að fara til unglingadeildarbekks. Sá bunki fór reyndar í ruslið.

  4. Ef blessaðir guðsmennirnir vilja ekki stunda trúboð en samt dreifa þessum leiðarvísi um hvernig lifa skal af í eyðimörkum væri sennilega einfaldast að þeir létu kennarann hafa kassann og slepptu því að fara inn í kennslustofur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.