Vændi og mannréttindi

Egill Helgason, samfélagsrýnir, tjáir sig auðvitað um aðgerð Stóru systur í gær og er ekki hrifinn, vitnar í Stóra bróður Orwells, Stalín og Hitler. Aðrir sem hafa opnað sig eru svo heitir á móti þessu að þeir missa sig í gífuryrðum og hatri út í femínista.  Sjálfur á ég tvær stórar systur sem ég lærði ungur að treysta og geri enn. Mér finnst aðgerðin flott og hún vekur verðskuldaða athygli og umræðu eins og sjá má í athugasemdakerfi Egils. Þar leggja margir orð í belg og eru flestir  málefnalegir og rökfastir.  Hinir eru svona:

Guðmundur Ólafsson ·  Virkur í athugasemdum · Vinnur hjá Háskólinn á Bifröst

Góður pistill hjá þér Egill minn, þessar konur þola ekki venjuleg mannréttindi þeirra sem þær eru ósammála

Rétthugsun Réttlæti ·  Virkur í athugasemdum

Stasi vinnubrögð feminasista. Njósna um samborgara sína, klaga til lögreglu og fela sig í búrkuklæðnaði.“
Ef maður leggst í orðskýringar verður niðurstaðan þessi: Venjuleg mannréttindi eru að mega falast eftir vændi, kaupa það, helst auglýsa það, njóta nafnleyndar við þá iðju sína og fá að vera í friði á meðan. Þetta vilja margir verja af mikilli hörku. Það er ástæða til að hvetja fólk til að skoða þessi viðhorf sem þarna koma fram og mynda sér skoðun, helst án þess að vilja tjarga þá og fiðra sem eru á öðru máli en það.
Annars þykir mér þessi setning sú besta úr umræðum þessa morguns:
„Þegar rannsóknarblaðamenn, eins og t.d. Kompássmenn nota tálbeitur í fréttaflutningi þykir það voða töff en þegar 50 kuflklæddar konur gera slíkt hið sama til að benda á aðgerðarleysi lögreglu í vændismálum verður allt vitlaust.“ÞES.

Ein athugasemd við “Vændi og mannréttindi

  1. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að sjá hr. Rétthugsun Réttlæti, sem hlýtur að vera auðfundinn, bæði í þjóðskrá og símaskrá, skammast út í það að systurnar skuli ,,fela sig“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.