Andlát á fésbók

Prentmiðlarnir hafa löngum gert út á dáið fólk og selt pláss fyrir dánartilkynningar. Fréttablaðið græðir sennilega meira á því en Mogginn sem situr uppi með minningagreinahefðina og leggur hundruð dálksentimetra undir lofrullur um látið gæðafólk. Þarna koma fram upplýsingar fyrir ættfræðinga og jafnaldra þeirra sem skrifað er um og ef frægur rithöfundur deyr, þá skrifar TL pistil. Það er tilhlakk, ef svo má að orði komast.

Þar sem nú er í tísku að spara og skera niður, tel ég einboðið að sleppa prentmiðlamilliliðunum og fara beint á fésbók með dánarfregnir og jarðarfarir. Fyrir nokkru fjallaði ég um rímaðar dánartilkynningar og í anda þeirra hvet ég fólk til að fara fésbókarleiðina. Hún býður ótal skemmtilega möguleika, svo sem stofnun minningarsíðu með myndum, minningaglósum og fróðleiksmolum um hinn látna, jafnvel kveðskap ef svo ber  undir. Læk við tilkynninguna gætu að vísu misskilist.

Fésbókinni andlát á

ekki er gott að frétta

Maður einn er fallinn frá.

Fimmtán læka þetta.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.