Niðurlæging á netinu

Mig minnir að Þórarinn Eldjárn hafi þýtt söngtextann í leikritinu um Gosa þar sem segir:

Við lifum á ógæfu annarra
Ekkert lífsform er sannara. 

Í gær birti Ekstrablaðið danska myndband af íslenskri konu sem kastar af sér vatni við veitingahús í miðbæ Reykjavíkur.  Það vakti athygli DV og Vefpressumiðla hér heima sem vísuðu til þess í ritmáli og með ljósmynd, en aðeins drottningavefurinn bleiki birti tengil á sjálft myndbandið á fésbókarsíðu sinni. Það sætti harðri gagnrýni lesenda en réttlætiskennd þeirra bleiku var svo mikil að tengillinn fékk að vera inni fram á kvöld. Það breytir í sjálfu sér engu, því allir með gripsvit geta flett upp á síðu Ekstrablaðsins og skoðað herlegheitin.

Þrátt fyrir fordæmingartón víða á netinu er hljómurinn holur, enda er fólk duglegt að deila og tengja. Svona hrakfallamyndbönd eru víða og að þeim er hlegiðhér heima umhugsunarlaust því útlendingar eiga í hlut og þá finnst okkur þetta allt í lagi. En þegar okkar fólk leikur aðalhlutverkið og verður fyrir aðkasti og niðurlægingu er stutt í reiðina. Það má nefnilega gera grín að öllum nema okkur. Þeir sem voga sér að hnýta í land og þjóð eru ekki Íslandsvinir og þeim yrði drekkt í Bláa Lóninu, ef það kostaði ekki svona mikið inn.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Niðurlæging á netinu

  1. Kannski verður þessi opinbera niðurlæging konunni til góðs ef hún sér vandamálið og leitar sér hjálpar. Margir lenda í verri aðstæðum áður en þeir sjá að sér. Flissið í fólkinu (unglingunum?) sem flestir hneyksjluðust á var ekki það versta heldur meðferð dyravarðarins á þessari ólánsömu konu. Fyrst sést þegar hann steypir undan henni stólnum og svo er hún tekin fantatökum og dregin í burt. Þennan unga mann ætti að fræða um mannleg samskipti og ef það er ekki hægt þá er næst að svipta þennan stað vínveitingaleyfi, Að servera vín úti á götu er ekki siður sem hentar hér á landi þótt fólk á heitari stöðum kunni með að fara

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.