Grimmt og guðlaust hjarta

Í gær var ég sekur um hundraðogelleftu meðferðina á heimiliskettinum, en það ber vott um grimmt og guðlaust hjarta eins og allir vita. Þar sem hann tilheyrir ofþyngdarflokki í kattheimum með sinn háa BMI stuðul, kallaði ég hann feitan og hjassalegan og efaðist um að hann kæmist hjálparlaust út um gluggann til að ganga örna sinna.  Þessar athugasemdir mínar og önnur niðrandi orð sem féllu eru útlitstengd , niðurbrjótandi og lítillækkandi, lituð af hugmyndum mínum um útlit og kjörþyngd katta og þá er stutt í staðalímyndarglósur og aðkast frá nærsamfélaginu. Ósnyrtir, úfnir, sjoppulegir og illa girtir kettir vekja ámóta óhug á almannafæri og fyrirsætur í pokabuxum á leið í kaupfélagið eða ræktina.

Í morgun fannst mér kisi þjakaður af minnimáttarkennd. Hann hringsnerist við spegilinn, veifaði pjattrófu sinni ákaflega, milli þess sem hann karaði á sér boruna og afþakkaði þurrfóður, sem honum var borið með kaffinu. (Ég drakk kaffið). Hann gerði ítrekaðar tilraunir til að draga inn magann og skokkaði hring eftir hring í stofunni. Eftir það fór hann út í rigninguna og skellti sér í sturtu.

Nú stendur hann við matarskálina og sýnir ótvíræð merki um lotugræðgi. Mér finnst sökin vera mín og ætla að verja deginum í að rækta samband okkar og byggja upp sjálfsmynd hans. Ekki veitir af eftir allt niðurbrotið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.