Klámvæðingin í IKEA

„Ég skall fast niður á jörðina um daginn þegar ég labbaði inn í Ikea og við mér blasti jóla hitt og jóla þetta, fór svo í Rúmfatalagerinn og sama sagan þar. Ég áttaði mig á því að sumarið er greinilega löngu búið og klámvæðing jólanna er hafin.“

Svona hefst áhrifamikil frásögn af verslunarferð. Þessi átakanlegi pistill á drottningavefnum á svo mikið erindi við landsmenn að hann hefur margbirst í tenglum á netinu undanfarna daga. Ég gerðist svo djarfur að afrita skilgreiningu á klámvæðingu í athugasemd:

Klámvæðing (e. pornification/pornographization/porn-chic) er heiti á því menningarferli þegar klám og hlutverk, myndmál, táknmyndir og orðfæri úr kláminu smeygja sér inn í okkar daglega líf sem normaliserað, samþykkt og jafnvel dáð menningarlegt fyrirbæri.

Pistilhöfundurinn fyrtist við þessi afskipti mín og hefur nú lokað á öll samskipti. Sami höfundur áskilur sér einnig rétt til að nota ensku til að krydda frásagnir og flokkar það undir sveigjanlega íslensku.  Ég skil viðbrögð hennar vel. Ég myndi líka loka á mig.

Ég var reyndar í IKEA um svipað leyti og þessi fyrrverandi netvinkona mín, gekk fram hjá nokkrum körfum með jólaskrauti úr pappír og plasti nálægt útganginum og sá eitthvað glitra í hillum. Ég varð ekki var við dynki í kringum mig þar sem klámhneykslaðir gestir skullu í steinsteypt gólfið og tók ekki eftir að starfsfólkið roðnaði átakanlega þar sem það afgreiddi servíettur í jólalegum litum. Hugsanlega hafa leynst kynlífshjálpartæki undir glimmerpokunum og með góðum vilja má sjá að pulsurnar í IKEA eru reðurlaga.  Þarna er greinilega stórmál í uppsiglingu og ég tek ekki eftir því vegna IKEA-doðans sem heltekur mig eftir nokkurra kílómetra gönguferð um búðina. Ég er greinilega svo uppfullur af klámáreiti í nærsamfélagi mínu að ég tek ekki eftir klámvæðingunni í Kauptúni.

Ég verð að fara aftur í IKEA. Helst í dag.

 

Auglýsingar

7 athugasemdir við “Klámvæðingin í IKEA

  1. Mér finnst það nú eiginlega meira „jólaklám“ að sjá glitrandi jólaskraut í kirkjugörðum borgarinnar í apríl 🙂

  2. Ég lagði sérstaklega á mig að gúggla klausuna til að sjá hver fyrrverandi vinkona þín væri og sé að þarna hefurðu misst föngulegan spón úr netaski þínum (ef marka má mynd)! Þann sjöunda okt. var búið að rigga upp jólaskreytingum til sölu á Kastrup. Það truflaði mig ekki og vonandi var þetta glæsilega rebel ekki á ferli þar í október. Mér er nokk sama hvenær fólk skreytir fyrir jólin.

    Sjálf held ég í bernskusiði og þ.a.l. er skreytt á þessu heimili á Þorláksmessu, ekki fyrr. (Hvorki aðventukrans né skór útí glugga höfðu borist norður í útnárann þar sem ég ólst upp – aftur á móti var hengdur upp sérstakur jólasokkur á jólanótt sem merkilegt nokk var fullur af nammi að morgni jóladags.)

    En vinstúlka þín fyrrverandi hefði vissulega gott af því að fletta upp í orðabók. Og ég vona að hún hafi ekki meitt sig þegar hún skall fast niður á jörðina.

  3. Ég óttast mest að aðrar bleikar vinkonur mínar segi skilið við mig. Þær veita mér mikla ánægju í dagsins önn, einkum með málblómum sínum og djúphygli.

  4. „Var í bænum og sá fólk í búningum. Það vakti furðu mína að það virtist aðeins til einn búningur fyrir stúlkur. Það var Slutty. Margar mismunandi týpur af þessum búning voru til en ég sá slutty hjúkku, slutty lögreglukonu, slutty fanga, slutty rauðhettu, slutty blóðsugu, slutty kennara, slutty nemanda, slutty íþróttastelpu, slutty araba….. og svona mætti lengi telja.
    Ekki það að ég hafi eitthvað á móti því að rekast á slutty rauðhettu á gangi en þetta missir dáldið mark sitt ef það er ekkert annað í boði. Vonandi nær kvenþjóðin að rífa sig frá þessum klámheimi sem við karlarnir sköpuðum áður en ég þarf að fara að klæða Sunnu litlu upp eins og hóru.“ Sigurður Eggertsson á fésbókinni.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s