Brotið blað í íslensku sjónvarpi

Þegar Kastljósskynnirinn hvessir á mann augun og tilkynnir að nú verði brotið blað í íslensku sjónvarpi, getur maður ekki annað en horft, þó ekki væri nema til að geta sagt afkomendum sínum og næstu kynslóðum, hvar maður var staddur þegar þessi stórviðburður átti sér stað. Ég var í sófanum mínum og við hlið mér kötturinn, spenntur eins og herðatré af áhuga. Við hlýddum kallinu. Þetta hlaut að slá út Keiko. Einvígi tölvuhakkaranna hófst síðan, án lúðraþyts.

Við borð sátu tveir ungir menn, horfðu á skjá og börðu á lyklaborð. Ókennilegar tölur voru sýndar öðru hverju en þess á milli var rætt við sérfræðing um tölvuhakk og skildi ég aðallega samtengingar og smáorð í máli hans. Sjálfur Jóhannes Kompásmaður var spyrill og ég taldi einboðið að flett yrði ofan af hneyksli, jafnvel brotist inn á umdeild vefsvæði. Við gerðum okkur grein fyrir að þarna fór fram hörkuspennandi einvígi tveggja snillinga. Smám saman varð umræðan flóknari og skipt var yfir í önnur innslög en áfram sátum við kisi og biðum. Spenntir.

Í lok þáttar var stórviðburðurinn gerður upp. Áhuginn í myndverinu var enn þokkalegur, þótt Jóhannes væri orðinn frekar tómlegur til augnanna. Niðurstaðan var að annar sigraði. Hann fagnaði ekkert átakanlega. Við kisi vorum engu nær. Hann fór út að pissa.

Fyrst þetta brýtur blað í sögu sjónvarpsins, er einboðið að halda áfram á sömu braut. Ég legg til eftirfarandi dagskrárliði:

1. Málning þornar á tveimur spjöldum. Hvít. Rætt við málarameistara á meðan, helst í galla og með pensil. Hörkuspennandi ef það er rétt sett fram.

2. Moðsteiking á læri. Bein útsending. Álíka löng og karlalandsliðsleikur við lélegt lið frá smáþjóð.

3. Fylgst með blómum vaxa á hálftíma. Rætt við Hafstein Hafliðason.

4. Púslkeppni. 1000 bitar. Mynd af kolakjallara. Rætt við Hrafn Gunnlaugsson á meðan.

Svo mætti lengi telja…

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s