Stórfrétt úr íþróttaheiminum

Vignir Sverrisson og Ásdís voru Íslandsmeistarar í járnmanni 2010 og sjást hér með bikara sína. Þau voru fremst Íslendinga í Ironman Florida 2011

Samkvæmt frétt Þríþrautardeildar Sundfélags Hafnarfjarðar,  hefur Ásdís Kristjánsdóttir, þríþrautarkona, unnið sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í Ironman 2012 sem fer fram í Kona á Havaí eftir ellefu mánuði. Ásdís lauk á laugardaginn keppni í Ironman Florida í fjórða sæti í sínum aldursflokki á 10 klukkustundum, 47 mínútum og 37 sekúndum. Hún synti 3.8 km á 1:16,36, hjólaði 180 km á 5.27.26 og hljóp síðan maraþon í lokin á 3.51.24.

Með þessu afreki verður Ásdís annar fulltrúinn sem við Íslendingar eigum á þessu heimsmeistaramóti þríþrautarmanna. Ironman er erfiðasta íþróttakeppni heims og ekki fyrir aukvisa að klára vegalengdina, hvað þá að komast í hóp þeirra bestu.

Ásdís er lengst til hægri á myndinni. Með henni eru Trausti Valdimarsson og Helga Árnadóttir

Þetta er íþróttafrétt.

 

3 athugasemdir við “Stórfrétt úr íþróttaheiminum

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.