Dagur ei meir

Dagur gegn einelti var í gær. Þá var skrifað undir þjóðarsáttmála gegn einelti og þar með er vandamálið úr sögunni. Þetta gæti maður haldið ef marka má fréttaflutning. Hvert vandamál eða þjóðþrifamál fær athygli í einn dag, fjöldi fólks fær nóg að gera á meðan og fær líka athygli og svo kemur nýr dagur og allir halda áfram í sama farinu og áður. Engin breyting, engin áhrif. Í dag er nýr dagur með nýrri baráttu um athyglina.

Myndin er helguð degi sem er oft á ári hjá sumum en aldrei hjá þeim sem þetta ritar

Dagur heyrnarlausra. Bíllausi dagurinn. Baráttudagur sykursjúkra. Dagur íslenskrar tungu.Dagur náttúrunnar. Kvennafrídagurinn.Dagur bókarinnar. Dagur bleiku slaufunnar.Dagur læsis. Dagur leikskólans. Dagur lyfjafræðinnar.Dagur stærðfræðinnar. Dagur án ofbeldis. Kvenréttindadagurinn. Dagur elskenda. Konudagurinn. Bóndadagurinn. Baráttudagur kvenna. Baráttudagur launafólks. Alþjóðlegur baráttudagur örvhentra. Hundadagurinn. Kattadagurinn. Dagur B. Eggertsson. Baráttudagur gegn brjóstakrabbameini. Dagur Sigurðarson. Baráttudagur verkalýðsins. Alþjóðlegur baráttudagur gegn heimsku og fáfræði. Megrunarlausi dagurinn.Baráttudagur gegn fátækt. Baráttudagur gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Mæðradagurinn. Feðradagurinn. Dagur jarðar. Baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta. Baráttudagur fatlaðra. Krabbameinsdagurinn.  Baráttudagur gegn alnæmi. Bangsadagurinn. Dagur fjölskyldunnar. Alþjóðlegur dagur karla. Dagur kennara. Dagur læsis. Dagur bókarinnar. Dagur barnabókarinnar. Alþjóðlegur dagur gegn barnavinnu.Dagur frjáls hugbúnaðar. Dagur helgaður hreinsun stranda. Fuglatalningardagurinn. Netöryggisdagurinn. Dagur opinberrar þjónustu.Dagur sykursjúkra. Dagur trúlausra. Bleslindudagurinn.  Dagur upplýsingafrelsis. Dagur vatnsins. Amnestydagurinn. Dagur gegn barnavinnu.  Dagur iðjuþjálfunar. Dagur Downsheilkennis. Karlrembudagurinn.Dagur tvíkynhneigðra. Dagur gegn rasisma. Dagur æskunnar. Dagur geðheilbrigðis. Votlendisdagurinn. Dagur mótorhjólakvenna. Dagur neytenda. Dagur umhverfisréttar. Dagur blindra og sjónskertra. Umhverfisdagurinn. Ljósmæðradagurinn. Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Dagur Sameinuðu þjóðanna. Baráttudagur gegn baráttudögum. Dagur námsmanna. Dagur Rauða Krossins.  Dagur hvíta stafsins. Dagur loftslagsins. ………

Hvaða dagur er í dag?

6 athugasemdir við “Dagur ei meir

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.