Afrekskonu fagnað í Hafnarfirði

Ásdís Kristjánsdóttir, þríþrautarkona í 3SH, þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar, fékk veglegar móttökur í hátíðasal SH í Hafnarfirði í gær. Ásdís lauk keppni í Ironman Florida í fjórða sæti í sínum aldursflokki á 10 klukkustundum, 47 mínútum og 37 sekúndum. Hún synti 3.8 km á 1:16,36, hjólaði 180 km á 5.27.26 og hljóp síðan maraþon í lokin á 3.51.24.

Í hófinu voru systkini Ásdísar, æfingafélagar og vinir ásamt mökum og börnum og umræðuefnið var auðvitað þríþrautir hist og her. Formaður 3SH, Helgi Hinriksson, hélt ræðu og færði Ásdísi minjagrip um afrekið frá félaginu.

Æfingar þríþrautarfólks eru nú hafnar hjá flestum deildum og sjá má af mótaskránni 2012 að þar verður úr nógu að moða. Fátt er betra í skammdeginu en að synda snemma á morgnana og hlaupa sér til heilsubótar síðdegis. Þríþrautin lifi!

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Afrekskonu fagnað í Hafnarfirði

  1. Það var gaman að fagna með henni í gær.
    Fjölmiðlar hafa verið gríðarlega áhugasamir um hennar afrek eða þannig. Ekki í fyrsta skipti sem þeir drulla upp á bak.

  2. Flott hjá ykkur að taka vel á móti henni. Það var grein í Mbl í morgun um afrek hennar en ég hef ekki séð þessa getið annarsstaðar.

  3. Mogginn að standa sig og hefur reyndar verið að standa sig hvað best af fjölmiðlunum að fjalla um ótrúleg afrek fólks þar sem bolti kemur ekki við sögu. Þær umfjallanir fara væntanlega í dálkinn „fólk“ en ekki íþróttir eða hvað?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.