Hali og kleprar

Í gær skrifaði ég um prump á Knúzið. Mér hafði þótt nóg um sjálfumgleði fylgismanna sóðakvöldsins í Kópavogi sem tókst að koma sér í fjölmiðla út á það og líkti framferði þeirra við prump í kaffiboði.  Þessi frásögn fór fyrir brjóstið á nokkrum unnendum þrætubókarlista, sem báru við skorti á lesskilningi, vildu ræða margt annað en þarna var sett fram og þegar einn þeirra bað mig vinsamlegast um að segja sér hvað orðið „Nei“ þýddi, var þessum umræðuhala eiginlega sjálfhætt og mér hefði verið nær að sinna kettinum. Samt stóðst ég ekki mátið og bætti við nokkrum kleprum í umræðuhalann. Þeir sem hafa handmjólkað kýr í febrúar, skilja þessa líkingu með hala og klepra. Við þessa knúzfærslu eru rúmlega 50 athugasemdir. Þeir sem lesa þær, ættu ekki að hafa sög við hendina, því hætt er við að maður sagi af sér fót við lesturinn.

Í sveitinni lærði maður að virða sjálfsákvörðunarrétt kúnna. Þær vildu fara sínar leiðir, bíta sitt gras, jórtra sína tuggu og meðan mjólkurframleiðslan var þokkaleg, voru allir sáttir. Áður en ég fer að hugsa um Ljómalind á innsta básnum er rétt að koma sér að kjarnanum.

Maður hefur ekki vit fyrir fullorðnu fólki sem ræður sér sjálft. Það er hægt að hafa skoðun á framferði og uppátækjum annarra en frekar tilgangslítið að ætla sér að stjórna alþýðu manna fram yfir það sem almenn lög og reglur eiga að gera. Fólk elur börnin sín upp og hefur væntingar til þeirra, en eftir tvítugt eru allir á eigin vegum.  Sá sem gerir mistök verður að fá að reka sig á. Í því felst þroski.

Mörgum fannst sóðakvöldið í Kópavogi góð skemmtun og fyndin og eflaust hefur verið glatt á hjalla. Ég gerði því ráð fyrir að þeir sem hefðu ekkert við svona uppákomur að athuga, gætu ekki haft neitt á móti því að fullorðin börn þeirra tækju virkan þátt í þeim þegar fram liðu stundir, enda þá orðin sjálfráð gerða sinna. En annað kom á daginn. Þetta þóttu ekki góð rök hjá þeim sem vilja sníða einstaklingsfrelsið og sjálfræðið að eigin smekk, berjast fyrir rétti fólks til að stunda vændi, selja aðgang á ýmsan hátt að líkama sínum og jafnvel nýta sér það sem aðrir bjóða á þessum forsendum. Þetta kölluðu menn tilfinningarök og hömuðust við að finna leið til útúrsnúninga og smásmygli. Enn og aftur er varað við halanum á Knúzinu.

Mér finnst það hins vegar gott viðmið að horfa á börnin sín, ættingja og vini og meta svona hluti út frá þeim. Yrði maður sáttur við slíkt val hjá þeim? Eða er nóg að annarra börn, vinir og ættingjar stundi þetta óímunnberanlega athæfi? Það læra börn sem fyrir þeim er haft. Okkar er ábyrgðin upp að vissu marki.

Viðbót: Þótt klisjan um skyldulesningu sé ofnotuð á ónefndum miðli, er þessi grein lestursins virði.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Hali og kleprar

  1. Það er af hreinni tilviljun að þetta nagg lendir á eftir grein um klepra og hala. Ég læt það samt vaða. Þú ert orðinn afkastamesti penninn á knúzinu og aðdáendur málbeinsins fullyrða að þetta sé farið að bitna á þeim í minni og óvandaðri skrifum. En ég þekki þig það vel að ég veit að þú ferð létt með að kjafta þig frá slíkri gagnrýni.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s