Valhallarvísur

Fjölmiðlarnir virðast gera því skóna að þjóðin sitji spennt yfir Fokksþinginu í Valhöll þar sem sjálfstæðismenn ylja sér við falskar minningar.  Fyrsti þáttur hófst á ræðu núverandi formanns sem náði hápunkti með þaulæfðum hósta og klökkva, eins og hann hefði aldrei hrært sitt skyr.

Fokksins harm í ljósi lét
lengi skyrið hrærði
með beiskum huga Bjarni grét
bestu kveðjur færði.

Sjálfstæðismenn hafa líka samþykkt að hrunið hafi aldrei átt sér stað og sé bara fölsk minning.

Ekkert ber á eftirsjá
öllum gleymt er hrunið.
Hæg er leið til heljar þá
herðir fokkur brunið.

Síðan hefur þessi laugardagur einkennst af fréttum úr Valhöll. Það er við hæfi að þrífa skít heima hjá sér á meðan. Mestar áhyggjur hef ég af heimiliskettinum sem er kominn með þekkt heilkenni.

Enga fæ ég framtíð séð
í fúlum íhaldspolli
og kötturinn er kominn með
kvef af bjánahrolli.

Á sunnudeginum er haldið áfram eins og ekkert sé hrunið og hlegið að Davíð eins og í gamla daga.

Í lottóinu landsfundar
lítið er af vinningum
en allir geta unað þar
yfir fölskum minningum.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Valhallarvísur

  1. Mér finnst einmitt myndin frábær. Hún passar stórvel við háttalag fólks undir ræpunni frá honum.

  2. „Að hata til eilífðar málstað eins manns en manninum sjálfum þó bjarga“. (St. G. St.)

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s