Dirty Iceland

„“Ísland í dag eins og það birtist í fluguauglýsingum Flugleiða er exótískt ævintýraland sem býður samtímis upp á æsandi og villta og umfram allt hreina náttúru (snjósleða- og jeppaferðir), æst næturlíf (drykkja og lausgirt samskipti) og linnulaust nautnalíf (í Bláa lóninu og óhóflegum matarveislum). Landið er byggt sérviskulegri og siðspilltri þjóð sem trúir á hégiljur (veltir sér nakin uppúr Jónsmessudögg) og stundar skefjalausan ólifnað. Er þetta landið þitt?

Þannig hefst grein Úlfhildar Dagsdóttur í Morgunblaðinu haustið 2002. Þetta er löng og ítarleg umfjöllun um þá mynd sem auglýsingar hafa dregið upp af landi og þjóð á frekar löngum tíma. Ef marka má grein Sæunnar Ólafsdóttur í gær, sem ber titilinn Sniðugar nauðganir, er ljóst að eitthvað hefur síast inn í undirvitund útlendinga um okkur.

Nú kynni einhver að halda að þetta væri allt liðin tíð og auglýsingar gæfu betri og sanngjarnari myndir af landi og þjóð en gert var á þessu greddutímabili Flugleiða. En sú er ekki raunin. Glöggt er gests augað og fyrr í haust var þetta skrifað um menningarferðamennsku á Íslandi. Þar kemur fram hvernig beinlínis er unnið gegn menningarferðamennsku hérlendis og þar sem þessi færsla er á tilvitnananótum, er þessi klausa ekki verri en aðrar:

„It is an absolute shame in my opinion that the cultural ministry of Iceland has not done much much much more to amend this situation. They seem perfectly content to let the foreign perception of Iceland be radically off kilter. It is as if they have never read any of the anthropological literature that demonstrates how detrimental such a disjuncture can be for the local population. Because what foreigners think of Iceland comes to influence what Icelanders think of themselves.“

Reðursafnið er komið suður.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Dirty Iceland

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.