Ýkjur í talnastríði

Þetta er mest lesna frétt vikunnar það sem af er á Fréttagáttinni og vegna tælandi fyrirsagnar mætti halda að um stórmál væri að ræða. Svo er ekki þegar nánar er að gáð.

„Útvarpsstríð Bylgjunnar og Rásar 2 á morgnana hefur harðnað mjög eftir að Andri Freyr Viðarsson og Gunna Dís settust við hljóðnemana í Virkum morgnum á Rás 2 og tóku sviðið sem Ívar Guðmundsson hefur setið að svo árum skiptir á Bylgjunni.
Það sem af er nóvember hafa Virkir morgnar áberandi yfirburði í hlustun á Ívar Guðmundsson á Bylgjunni; tæp fimm prósent hlustun á meðan Ívar verður að sætta sig við rúm fjögur prósent.
Þetta er viðsnúningur frá því sem áður var.
Þá hefur Rás 2 vinninginn þegar kemur að hefðbundnu morgunútvarpi frá 7-9 á morgnana og þar láta Heimir og Kolla Í bítinu í minni pokann fyrir morgunútvarpi Rásar 2 sem er með 5,3 prósent hlustun það sem af er mánuðinum á meðan Heimir og Kolla eru með 4,9 prósent.

Samkvæmt heimildum Pressunnar er málið litið alvarlegum augum á markaðsdeild 365 miðla og má jafnvel búast við mannaskiptum í morgunútvarpi Bylgjunnar.“

Til að skilja vitleysuna þarf að feitletra tölurnar í fréttinni, ef frétt skyldi kalla.  Rúm fjögur prósent geta t.d. verið 4.3%. Tæp fimm geta verið t.d. 4.7%.  Munurinn er 0.4%. Þarf ekki frekar fjörugt ímyndunarafl og átakanlega athyglisþörf til að kalla þetta stríð. Ef svo er, þá er barist um tittlingaskít.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s