Íþróttamaður ársins 2011

Þessi frétt er á ruv.is:

„Listi yfir þá 10 íþróttamenn sem koma til greina sem íþróttamaður ársins í Bretlandi og birtur var í gær hefur vakið mikla athygli. Ástæðan er sú að engin kona er á listanum.

Breska ríkisútvarpið, BBC, þurfti að svara harðri gagnrýni heima fyrir vegna málsins í gær.

Ritstjórar íþróttadeilda á fjölmiðlum um allt Bretland greiða atkvæði um hvaða íþróttamenn eigi heima á listanum. Margir furða sig á því að íþróttamenn á borð við sundkonurnar Rebeccu Addlington og Keri-Anne Payne, sem unnu báðar gull á heimsmeistaramóti á árinu, séu ekki á listanum og þá hlýtur Chrissie Wellington, sem vann heimsmeistaramótið í Járnmanni í fjórða sinn á árinu, ekki náð fyrir augum valnefndarinnar.“

Það er gaman að sjá svona umfjöllun á vef Ríkisútvarpsins. Þar á bæ hefur margt gott verið gert undanfarið ár og óhætt að hrósa íþróttadeildinni fyrir góða viðleitni að fjalla um fleiri íþróttir en boltagreinarnar. Eftir þessu er tekið meðal íþróttaáhugamanna og iðkenda.

Kjarni málsins er þó ekki langt undan. Ég feitletraði þá setningu í greininni sem mér finnst skipta mestu máli. Þar er að finna ástæðuna.  „Ritstjórar íþróttadeilda á fjölmiðlum um allt Bretland greiða atkvæði um hvaða íþróttamenn eigi heima á listanum. “ Við svipað kerfi búum við hér heima. Rúmlega 20 fulltrúar íþróttasíðna, vefmiðla og ljósvakamiðla ráða því hverjir komast á listann góða sem er kynntur fyrir jól og síðan er bein útsending í fyrstu viku nýs árs. Ég bloggaði um þetta í fyrra, enda fannst mér  þá mælirinn fullur og lét verkin tala. Á þessari síðu sem vitnað er í, má finna margar færslur um þetta efni. Þetta urðu svo úrslitin fyrir 2010.

Kjarni málsins er valkerfið og reglurnar að baki því. Má ég minna á að Annie Mist Þórisdóttir, sem er bæði heimsmeistari og Evrópumeistari í fjölhreysti, kemur ekki til greina? Hún tilheyrir ekki íþróttasambandi innan ÍSÍ.

Ég held mig því við svipaða spá og undanfarin ár. Á topp tíu verða 6 boltaíþróttamenn, tvær konur og tveir fulltrúar annarra greina. Sennilega verður kona í þriðja sæti.

Er þetta góð spá? Ég vona að hún rætist ekki. Ég vona líka að ef listinn verður álíka hallærislegur og undanfarin ár, þá verði fleiri til þess að mótmæla en einn geðvondur Hafnfirðingur.

Viðbót: Hér er frumheimildin.

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Íþróttamaður ársins 2011

 1. Verðum við ekki að vona að Lyftingarsambandið velji Annie Mist sem Íþróttakonu Ársins hjá sér þar sem hún er Íslandsmeistari í Ólympískum lyftingum. Verður þá gaman að sjá þá horfa framhjá henni þá. Er hún ekki þá komin í pottinn ?

  • Jú, vissulega. En helstu afrek hennar á árinu eru unnin í fjölhreystinni, ekki lyftingunum. Ef hún kemur til greina í valinu, hlýtur það að vera fyrir lyftingar. Skref í þá átt að koma henni á framfæri væri ef LSÍ veldi hana sem lyftingakonu ársins.

 2. Já, um að gera að halda pressunni á Íþróttafréttamönnum í þessu máli! Góðir pistlar alltaf hjá þér Gísli!

  Kv. Vignir

 3. Við vitum að valið í ár verður rugl. Valið hvert einasta ár hefur orðið að instant klassík rugli. 22 besefar sjá til þess.
  Íþróttafréttirnar í kvöldfréttum RÚV voru tvær ef ég man rétt (meðan ég hjólaði heim). Annars vegar að söluverðið á Veigari Pál var falsað í Noregi, so?
  Hinsvegar að Lewis Hamilton myndi væntanlega skrifa undir nýjan samning við McLaren fljótlega.
  Já fljótlega eða bráðum, það var nú öll fréttin eða öllu heldur spádómur um eitthvað sem hugsanlega verður í framtíðinni.
  Þessi íþróttafréttamaður mun kjósa í desember um íþróttamann ársins og þar verður þessi Veigar Páll væntanlega ofarlega enda falsað kílóverð mikið afrek. Það er einnig mikið íþróttaafrek hjá Hamilton að skrifa hugsanlega undir samning fljótlega en hann er því miður ekki íslenskur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.